Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Agnar Már Másson skrifar 5. ágúst 2025 13:54 Þegar gosið var upp á sitt besta í júlí. Vísir/Björn Steinbekk Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok. Veðurstofa Íslands skrifar þetta í tilkynningu til fjölmiðla en gosið hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni. Engin virkni er lengur í gígunum og nýtt hættumatskort endurspeglar þessa breytingu, segir í tilkynningunni. Gosórói og strókavirkni féllu allverulega niður um helgina og gasmengunar og gosmóðu hefur lítið orðið vart undanfarna daga. Þrátt fyrir að gosið sé yfirstaðið eru enn lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna nýs og óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Engin virkni er í gígunum samkvæmt drónamynd frá lögreglunni, segir í tilkynningunni. Bent er á að lífshættulegt sé að ganga á nýstorknuðu hrauni þar sem yfirborð skorpu getur brostið án fyrirvara og glóandi hraun leynst beint undir. Hætta sé við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geta skyndilega runnið fram. Einnig getur hraunjaðarinn hrunið fram. Gasmengun geti áfram farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Hættumatskort Veðurstofunnar frá 5. ágúst.Veðurstofa Nýtt hættumatskort hefur verið gefið út og mun gilda næstu viku. Í gær, mánudag, féll virkni í gígnum alveg niður samhliða minnkandi gosóróa. Örlítil virkni var sjáanleg í nótt en í dag hefur engin virkni verið í gígnum og gosið talið yfirstaðið. Landris hefur hafist á ný samkvæmt gervihnattagögnum og GNSS-mælum og nemur það hátt í þremur sentímetrum. Því er ljóst, að mati stofnunarinnar, að kvikustreymi undir Svartsengi sé enn til staðar og ef landris heldur áfram getur það leitt til frekari kvikuhlaupa og eldgosa. Verðurstofa segir að engar stórvægilegar breytingar hafi orðið á útbreiðslu hraunbreiðunnar síðustu daga en hún sé enn óstöðug sem getur leitt til framhlaups við hraunjaðra. Þá getur yfirborð jaðarsins brostið án fyrirvara og glóandi hrauntunga runnið fram. Slík framhlaup eru lífshættuleg og mikilvægt er að halda sig fjarri jaðrinum. Þessi hætta er enn til staðar þó að eldgosinu sé lokið. Gasmengun frá eldgosinu hefur mælst lítil á svæðinu undanfarna tvo daga og gosmóðu hefur ekki orðið vart. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á að gosmóðu geti orðið vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Veðurstofa Íslands skrifar þetta í tilkynningu til fjölmiðla en gosið hófst 16. júlí á Sundhnúksgígaröðinni. Engin virkni er lengur í gígunum og nýtt hættumatskort endurspeglar þessa breytingu, segir í tilkynningunni. Gosórói og strókavirkni féllu allverulega niður um helgina og gasmengunar og gosmóðu hefur lítið orðið vart undanfarna daga. Þrátt fyrir að gosið sé yfirstaðið eru enn lífshættulegar aðstæður á svæðinu vegna nýs og óstöðugs hrauns og mögulegrar gasmengunar. Engin virkni er í gígunum samkvæmt drónamynd frá lögreglunni, segir í tilkynningunni. Bent er á að lífshættulegt sé að ganga á nýstorknuðu hrauni þar sem yfirborð skorpu getur brostið án fyrirvara og glóandi hraun leynst beint undir. Hætta sé við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geta skyndilega runnið fram. Einnig getur hraunjaðarinn hrunið fram. Gasmengun geti áfram farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Hættumatskort Veðurstofunnar frá 5. ágúst.Veðurstofa Nýtt hættumatskort hefur verið gefið út og mun gilda næstu viku. Í gær, mánudag, féll virkni í gígnum alveg niður samhliða minnkandi gosóróa. Örlítil virkni var sjáanleg í nótt en í dag hefur engin virkni verið í gígnum og gosið talið yfirstaðið. Landris hefur hafist á ný samkvæmt gervihnattagögnum og GNSS-mælum og nemur það hátt í þremur sentímetrum. Því er ljóst, að mati stofnunarinnar, að kvikustreymi undir Svartsengi sé enn til staðar og ef landris heldur áfram getur það leitt til frekari kvikuhlaupa og eldgosa. Verðurstofa segir að engar stórvægilegar breytingar hafi orðið á útbreiðslu hraunbreiðunnar síðustu daga en hún sé enn óstöðug sem getur leitt til framhlaups við hraunjaðra. Þá getur yfirborð jaðarsins brostið án fyrirvara og glóandi hrauntunga runnið fram. Slík framhlaup eru lífshættuleg og mikilvægt er að halda sig fjarri jaðrinum. Þessi hætta er enn til staðar þó að eldgosinu sé lokið. Gasmengun frá eldgosinu hefur mælst lítil á svæðinu undanfarna tvo daga og gosmóðu hefur ekki orðið vart. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á að gosmóðu geti orðið vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Loftgæði Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira