Rauða ljósið mun blikka fyrr Jón Þór Stefánsson skrifar 5. ágúst 2025 15:20 Níu ára stúlka lést í fjörunni um helgina. Vísir/Vilhelm Það mun þurfa minna til þess að rautt viðvörunarljós við Reynisfjöru muni blikka vegna slæms veðurs eða mikils ölduafls. Þegar rauða viðvörunin verður í gildi verður umferð fólks að svæðinu lokað við útsýnisplan við fjörukamb, sem þýðir að fólki verður meinað að fara að stuðlaberginu og Hálsanefshelli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru, Ferðamálastofu, lögreglunni á Suðurlandi, SafeTravel og Björgunarsveitinni Víkverja eftir fund um öryggismál í fjörunni. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst í vatninu um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið var það fyrsta sem átti sér stað síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars upp ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Þegar banaslysið varð um helgina var ljósið gult, sem táknar „miðlungs hættu“. Einnig getur verið grænt ljós, sem táknar „litla hættu“, og rautt ljós, sem táknar „mikla hættu“. Skilti á borð við þessi hér hafa verið sett upp við Reynisfjöru.Aðsend „Ölduspárkerfi sem samanstendur af spákerfi vegagerðarinnar, öldudufli og löggæslumyndavélum þarf að þróast í samræmi við breytingar í náttúrunni t.d. sjávarstöðu, breidd fjöruborðs og hvort sjórinn sé að berja stuðlabergið. Hættustuðullinn verður aðlagaður þ.e. rauða ljósið kviknar fyrr,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. „Við rautt ljós mun verða lokað við útsýnisplani við fjörukamb. Það þýðir að óheimilt verður að fara niður að stuðlabergi og í Hálsanefshelli. Sett verður lokunarhlið á útsýnispallinn.“ Þá kemur fram að öryggishópur muni hittast reglulega og fara yfir stöðuna. „Í þessum hópi verða fulltrúar landeigenda, viðbragðsaðila, Ferðamálastofu og SafeTravel.“ Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá landeigendum í Reynisfjöru, Ferðamálastofu, lögreglunni á Suðurlandi, SafeTravel og Björgunarsveitinni Víkverja eftir fund um öryggismál í fjörunni. Um helgina lést níu ára þýsk stúlka sem var í fjörunni en fór út á haf út. Faðir hennar og systir sem einnig lentu í sjónum komust aftur í land en stúlkan sem lést fannst í vatninu um tveimur klukkustundum eftir að hún hafnaði í sjónum. Banaslysið var það fyrsta sem átti sér stað síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu í framhaldi af banaslysum í fjörunni fyrir þremur og fjórum árum síðan. Þá var meðal annars upp ljósaskilti sem gefur til kynna hverjar aðstæður eru hverju sinni með tilliti til ölduhæðar, og hversu langt niður í fjöruna er óhætt að fara. Þegar banaslysið varð um helgina var ljósið gult, sem táknar „miðlungs hættu“. Einnig getur verið grænt ljós, sem táknar „litla hættu“, og rautt ljós, sem táknar „mikla hættu“. Skilti á borð við þessi hér hafa verið sett upp við Reynisfjöru.Aðsend „Ölduspárkerfi sem samanstendur af spákerfi vegagerðarinnar, öldudufli og löggæslumyndavélum þarf að þróast í samræmi við breytingar í náttúrunni t.d. sjávarstöðu, breidd fjöruborðs og hvort sjórinn sé að berja stuðlabergið. Hættustuðullinn verður aðlagaður þ.e. rauða ljósið kviknar fyrr,“ segir í áðurnefndri tilkynningu. „Við rautt ljós mun verða lokað við útsýnisplani við fjörukamb. Það þýðir að óheimilt verður að fara niður að stuðlabergi og í Hálsanefshelli. Sett verður lokunarhlið á útsýnispallinn.“ Þá kemur fram að öryggishópur muni hittast reglulega og fara yfir stöðuna. „Í þessum hópi verða fulltrúar landeigenda, viðbragðsaðila, Ferðamálastofu og SafeTravel.“
Reynisfjara Öryggi á ferðamannastöðum Ferðaþjónusta Mýrdalshreppur Slysavarnir Tengdar fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14 Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55 „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Landeigendur í Reynisfjöru harma banaslysið sem varð í gær þegar níu ára þýsk stúlka drukknaði í sjónum undan ströndinni. Þeir hyggjast nú leggjast yfir hvað hægt sé að gera betur til að upplýsa þá sem heimsækja fjöruna. 3. ágúst 2025 14:14
Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Stúlka sem fór í sjóinn við Reynisfjöru ásamt föður sínum og systur er látin. Þyrla Landhelgisgæslunnar, lögregla og björgunarsveitir voru kallaðar út og tókst að ná stúlkunni úr sjónum. Var hún úrskurðuð látin á vettvangi. 2. ágúst 2025 19:55
„Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Banaslysið í Reynisfjöru í gær er það fyrsta síðan auknar öryggisráðstafanir voru gerðar á svæðinu fyrir nokkrum árum. Ferðamálastjóri segir tilefni til að leggjast yfir það hvernig megi bæta öryggi á svæðinu enn frekar, en er ekki hlynntur því að fjörunni verði alfarið lokað fyrir aðgengi ferðamanna. 3. ágúst 2025 13:38