Íslenski boltinn

Han­sen hamingju­samur í Víkinni næstu árin

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nikolaj Hansen er búinn að skora mörg mörk í búningi Víkings.
Nikolaj Hansen er búinn að skora mörg mörk í búningi Víkings. vísir/Anton

Stuðningsmenn Víkings glöddust mikið í dag er Víkingur staðfesti að félagið hefði endursamið við framherjann Nikolaj Hansen.

Nýi samningurinn er til ársins 2027 og hann mun því spila með félaginu í að minnsta kosti tíu ár.

Hansen hefur heldur betur átt góð ár í Víkingi þar sem hann er markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild sem og í Evrópukeppni.

Hansen hefur orðið Íslandsmeistari í tvígang með félaginu og fjórum sinnum hefur hann orðið bikarmeistari.

Í heildina hefur Hansen spilað 248 leiki á Íslandi með Víkingum og Valsmönnum. Í þeim leikjum hefur hann skorað 95 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×