Enski boltinn

Verð­mætustu uppöldu leik­mennirnir spila í Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bukayo Saka fagnar marki með þeim Gabriel Martinelli og Myles Lewis-Skelly. Arsenal gefur ungum uppöldum leikmönnum tækifæri til að verða að stjörnum.
Bukayo Saka fagnar marki með þeim Gabriel Martinelli og Myles Lewis-Skelly. Arsenal gefur ungum uppöldum leikmönnum tækifæri til að verða að stjörnum. Getty/Stuart MacFarlane

Arsenal er í efsta sætinu meðal liðanna í ensku úrvalsdeildinni þegar kemur að því að ala upp góða fótboltamenn og gefa þeim tækifæri í aðalliðinu.

Transfermarket vefurinn tók saman heildarverðmæti uppöldu leikmanna liðanna tuttugu sem spila í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð.

Arsenal slær öllum hinum liðunum við en uppöldu strákarnir í liðinu eru metnir á 269 milljónir punda sem er fjörutíu milljónum meira en leikmenn sem hafa komið upp í gegnum akademíu Manchester City. Það skilar City öðru sætinu á listanum.

Chelsea (186 milljónir punda) er í þriðja sætinu og Liverpool (140,2 milljónir punda) í því fjórða. Næst koma síðan Manchester United og Sunderland.

Transfermarket valdi líka ellefu manna úrvalslið uppalda leikmanna og þar má finna þrjá leikmenn Arsenal eða þá Bukayo Saka, Ethan Nwaneri og Myles Lewis-Skelly.

Saka er fyrir löngu kominn í hóp bestu leikmanna deildarinnar og bakvörðurinn Lewis-Skelly sló í gegn á síðustu leiktíð. Hinn ungi Max Dowman er aðeins fimmtán ára og líklegur til að hækka þessa tölu yfir verðgildi uppaldra Arsenal leikmanna enn frekar .

City er líka með þrjá leikmenn í úrvalsliðinu eða þá Phil Foden, James Trafford markvörð og Rico Lewis.

Chelsea (Trevoh Chalobah og Levi Colwill) og Manchester United (Kobbie Mainoo og Chido Obi) eru bæði með tvo leikmenn í liðinu og sá síðasti er Curtis Jones hjá Liverpool.

Chido Obi og Ayden Heaven eru báðir ungir leikmenn United í gegn en komu þó upp í gegnum akademíu Arsenal sem aðeins ýtir undir veru hennar á toppi þessa lista þótt að þeir teljist þar með United en ekki með Arsenal.

Hér fyrir neðan má sjá topplistann og svo úrvalsliðið með því að fletta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×