Innlent

Tveir skjálftar yfir þrír að stærð

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftarnir urðu um 25 kílómetra suðvestur af Eldey.
Skjálftarnir urðu um 25 kílómetra suðvestur af Eldey. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Tveir skjálftar yfir þrír að stærð mældust á áttunda tímanum í morgun á Reykjaneshrygg, um 25 kílómetrum suðvestur af Eldey. 

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar. Þar segir að skjálftarnir hafi orðið annars vegar klukkan 7:15 og hins vegar klukkan 7:18, en báðir mældust þeir 3,1.  

Fram kemur að nokkrir eftirskjálftar hafi fylgt skjálftunum tveimur. 

„Algengt er að fá skjálfta af þessari stærð á þessu svæði, síðast mældust skjálftar af svipaðri stærð þar 7. júlí sl.

Eldgosið sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni þann 16. júlí er lokið í bili,“ segir á vef Veðurstofunnar. 


Tengdar fréttir

Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili

Veðurstofa Íslands hefur staðfest að gosinu á Sundhnúksgígaröðinni sé lokið í bili. Níunda gosið á gígaröðinni stóð yfir í um tuttugu daga. Þótt ekki sé lengur virkni í gígnum er áfram möguleiki á því að gosmóðu verði vart, jafnvel í einhverja daga eftir goslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×