Innlent

Af hættustigi á óvissustig vegna eld­goss

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Níunda eldgosinu við Sunhnúksgígaröðina lauk á dögunum. 
Níunda eldgosinu við Sunhnúksgígaröðina lauk á dögunum.  Björn Steinbekk

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum hafa ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna umbrota á Reykjanesi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Almannavörnum. 

Níunda eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni lauk í fyrradag og virkni í gígunum hefur dvínað, lítið hefur sést af gasmengun eða gosmóðu nýlega. 

Almannavarnir minna á að lífshættulegt sé að ganga á nýstorknuðu hrauni þar sem yfirborð skorpu geti brostið án fyrirvara og glóandi hraun leynst beint undir. Einnig séu hættur við hraunjaðra þar sem þunnfljótandi hrauntungur geti skyndilega runnið fram.

„Gasmengun getur áfram farið yfir hættumörk í nágrenni við eldstöðina. Nýtt hættumatskort Veðurstofunnar hefur verið gefið út og mun gilda næstu vikur. Kortið endurspeglar að gosinu sé lokið, en hættur vegna nýmyndaðs hrauns og hugsanlegrar gasmengunar séu enn til staðar,“ segir í tilkynningu Almannavarna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×