Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar 9. ágúst 2025 09:03 Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kári Garðarsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Árlega gefur ILGA-Europe, félag hinsegin fólks í Evrópu og Mið-Asíu, út sérstakt Regnbogakort sem birtir yfirlit og samanburð um lagaleg réttindi hinsegin fólks í heimshlutanum. Með kortinu, sem nær til 49 landa, er hægt að bera saman lagalega stöðu hinsegin fólks á milli landa. Ísland hefur verið á mikilli uppleið á undanförnum árum og fór á skömmum tíma úr 17. sæti, með 47% þáverandi viðmiða uppfyllt, og upp í það næstfyrsta árið 2024, með 83% viðmiða uppfyllt. Í dag eru lagaleg réttindi hinsegin fólks á Íslandi með þeim bestu í heimi. Þótt lagaleg réttindi og félagslegur veruleiki fari ekki alltaf saman eru þau grundvöllur þeirra breytinga sem orðið hafa hér á landi á síðustu árum. Meginástæður þessara framfara eru lög um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019 og lög um bann við bælingarmeðferðum sem tóku gildi árið 2024 auk breytinga á hegningarlögum, sem styrkt hafa vernd gegn hatursglæpum og hatursáróðri gegn hinsegin fólki. Þá samþykktu stjórnvöld fyrstu aðgerðaráætlunina í málefnum hinsegin fólks árið 2022 og nú er unnið að endurnýjun hennar með það fyrir augum að ný áætlun verði samþykkt á Alþingi í haust. Nýtt regnbogakort: Ísland fellur um eitt sæti Regnbogakort ársins 2025 var birt í maí. Þar kemur í ljós að Ísland bætir eilítið við sig frá fyrra ári og uppfyllir nú 84,06% matsþátta en fellur engu að síður niður um eitt sæti og hafnar í því þriðja. Ástæða hækkunarinnar er nýr matsþáttur um hatursorðræðu vegna kyneinkenna, atriði sem Ísland uppfyllti einnig áður en því var bætt í viðmið kortsins. Á sama tíma bætir Belgía stöðu sína á milli ára, og tekur annað sætið af Íslandi. Árangur Belgíu er fyrst og fremst vegna aðgerða stjórnvalda þar í landi gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Sá árangur sem náðst hefur á Íslandi átti sér sannarlega ekki stað í tómarúmi heldur er hann afrakstur markvissrar vinnu fjölda aðila. Þar má nefna forvera minn í starfi, Daníel E. Arnarsson, en ekki síður annað starfsfólk, stjórnarfólk, sjálfboðaliða, Trans Ísland og Intersex Ísland. Ekki má heldur gleyma framlagi stjórnvalda sjálfra, stjórnmálafólks og embættismanna, sem hafa unnið að framgangi hinsegin málefna á undanförnum árum. Öflugt alþjóðastarf Áhugi á alþjóðlegu samstarfi við Samtökin ‘78 hefur aukist samhliða þeim árangri sem Ísland hefur náð á Regnbogakorti ILGA-Europe. Ísland er í dag eitt af þeim löndum sem litið er hvað helst til. Við erum afar meðvituð um hlutverk okkar og tökum þátt í alþjóðasamstarfi eftir fremsta megni, enda vitum við sem er,að við verðum ekki frjáls fyrr en öll eru frjáls. Hver eru næstu skref? Þótt mikið hafi áunnist er björninn ekki unninn. Ísland á enn nokkuð í land til að uppfylla öll skilyrði Regnbogakortsins og þangað skal áfram stefnt. Mikilvægt er að ráðist verði í lagasetningu sem bætir líkamlega friðhelgi intersex fólks og frekari aðgerðir gegn hatursglæpum og hatursorðræðu. Þá þarf að tryggja rétt homma og annarra hinsegin karla til blóðgjafa og öflugri umgjörð fyrir hinsegin fólk á flótta. Allt eru þetta atriði sem ILGA-Europe horfir til. Til viðbótar eru ýmis atriði sem ekki eru hluti af viðmiðum Regnbogakortsins en eru engu að síður mikilvæg, til dæmis bætt lagaleg réttindi barna sem eiga frá fyrstu tíð fleiri en tvo foreldra. Samtökin ‘78 eiga í virku samtali við stjórnvöld þar sem meðal annars er þrýst á ofangreinda þætti. Þessu hlutverki okkar munum við áfram sinna með öflugum hætti. Við erum í algjöru dauðafæri að koma Íslandi í allra fremstu röð í heiminum hvað varðar lagaleg réttindi hinsegin fólks. Það er því sjálfsögð krafa hinsegin samfélagsins að Ísland styrki áfram stöðu sína sem fyrirmynd á heimsvísu og nái fyrsta sæti Regnbogakortsins innan fárra ára. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar