Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2025 00:22 Sigurður Hannesson er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Vísir/Egill Umtalsverður samdráttur er væntanlegur í fjölda íbúða í byggingu. Verktakar kvarta yfir háum fjármagnskostnaði og framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir vítahring hafa myndast. Samtök iðnaðarins lögðu nýlega könnun fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Hár fjármagnskostnaður vegur þungt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir niðurstöður könnunarinnar valda áhyggjum. „Verktakar nefna það sérstaklega, níutíu prósent verktaka benda á að færri íbúðir séu nú í byggingu vegna hás fjármagnskostnaðar. Þeir eru að halda að sér höndum út af því,“ segir Sigurður. Fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst háir vextir en Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa breytt hlutunum til hins verra. „Stjórnvöld hækkuðu til dæmis virðisaukaskatt á byggingariðnað með því að lækka endurgreiðslu. Það hafði mikil áhrif. Yfir helmingur aðspurða segir að það hafi dregið úr uppbyggingu hjá þeirra fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa verið að hækka gjöld. Gatnagerðargjöld, innviðagjöld, byggingaréttargjöld, hvað sem þessi gjöld nú öll heita sem er búið að finna upp. Þau hafa hækkað verulega, sem er mjög undarlegt og er þvert á markmið og vilyrði sem sveitarfélög og stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamninga,“ segir Sigurður. Slæmur vítahringur Hann segir ákveðinn vítahring hafa skapast. Hátt húsnæðisverð valdi háum vöxtum. Háir vextir dragi úr uppbyggingu. Og þegar minna er byggt hækkar húsnæðisverð og hringurinn heldur þannig áfram. „Ég myndi segja að mestu tækifærin til að auka skilvirkni liggi hjá sveitarfélögunum. Í ferlinu hjá þeim, í áherslu í skipulaginu. Við sjáum til dæmis að stóraukin áhersla á þéttingu byggðar leiðir af sér íbúðir sem markaðurinn eða almenningur hefur kannski minni áhuga á, eða mæta ekki þörfum almennings,“ segir Sigurður. Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Stjórnsýsla Alþingi Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Samtök iðnaðarins lögðu nýlega könnun fyrir stjórnendur verktakafyrirtækja sem byggja íbúðir á eigin vegum fyrir almennan markað. Samkvæmt niðurstöðum hennar er gert ráð fyrir sautján prósent fækkun íbúða í byggingu á næstu tólf mánuðum. Gangi spáin eftir mun fjöldi íbúða í byggingu hafa fækkað um rúm fjörutíu prósent á þremur árum. Þetta gæti gert það að verkum að íbúðaskortur aukist á komandi árum. Hár fjármagnskostnaður vegur þungt Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir niðurstöður könnunarinnar valda áhyggjum. „Verktakar nefna það sérstaklega, níutíu prósent verktaka benda á að færri íbúðir séu nú í byggingu vegna hás fjármagnskostnaðar. Þeir eru að halda að sér höndum út af því,“ segir Sigurður. Fjármagnskostnaðurinn er fyrst og fremst háir vextir en Sigurður segir stjórnvöld einnig hafa breytt hlutunum til hins verra. „Stjórnvöld hækkuðu til dæmis virðisaukaskatt á byggingariðnað með því að lækka endurgreiðslu. Það hafði mikil áhrif. Yfir helmingur aðspurða segir að það hafi dregið úr uppbyggingu hjá þeirra fyrirtæki. Sveitarfélögin hafa verið að hækka gjöld. Gatnagerðargjöld, innviðagjöld, byggingaréttargjöld, hvað sem þessi gjöld nú öll heita sem er búið að finna upp. Þau hafa hækkað verulega, sem er mjög undarlegt og er þvert á markmið og vilyrði sem sveitarfélög og stjórnvöld gáfu í tengslum við kjarasamninga,“ segir Sigurður. Slæmur vítahringur Hann segir ákveðinn vítahring hafa skapast. Hátt húsnæðisverð valdi háum vöxtum. Háir vextir dragi úr uppbyggingu. Og þegar minna er byggt hækkar húsnæðisverð og hringurinn heldur þannig áfram. „Ég myndi segja að mestu tækifærin til að auka skilvirkni liggi hjá sveitarfélögunum. Í ferlinu hjá þeim, í áherslu í skipulaginu. Við sjáum til dæmis að stóraukin áhersla á þéttingu byggðar leiðir af sér íbúðir sem markaðurinn eða almenningur hefur kannski minni áhuga á, eða mæta ekki þörfum almennings,“ segir Sigurður.
Fasteignamarkaður Neytendur Húsnæðismál Stjórnsýsla Alþingi Sveitarstjórnarmál Byggingariðnaður Tengdar fréttir „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Rúmur helmingur landsmanna er með neikvætt viðhorf gagnvart þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu. Oddviti Framsóknarflokksins telur niðurstöður könnunarinnar ekki breyta neinu fyrir meirihlutann í borginni. 23. júlí 2025 13:23