Enski boltinn

Nunez farinn frá Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Darwin Nunez fagnar eftir að hafa skorað fyrir Liverpool.
Darwin Nunez fagnar eftir að hafa skorað fyrir Liverpool. Getty/Carl Recine

Sádí-arabíska félagið Al-Hilal tilkynnti í kvöld að félagið væri búið að ganga frá kaupum á úrúgvæska framherjanum Darwin Nunez frá Liverpool.

Al-Hilal greiðir tæplega 50 milljónir punda fyrir leikmanninn sem hefur skrifað undir þriggja ára samning.

Nunez kom til Liverpool sumarið 2022 frá Benfica fyrir 64 milljónir punda.

Úrúgvæinn skoraði 40 mörk í 143 leikjum fyrir Liverpool en var aðeins í byrjunarliði félagsins átta sinnum á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×