Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. ágúst 2025 20:59 Gleðin verður allsráðandi um alla borg í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar slær botninn í hinsegin daga að venju og engu verður sparað í hátíðarhöldunum. Í kvöld kemur hann fram við tilefnið í 25. sinn og hann segist hvergi af baki dottinn. Hann flutti ungu hinsegin fólki falleg skilaboð í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni. Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni.
Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Samstarf um farsímasjónvarp Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira