Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. ágúst 2025 20:59 Gleðin verður allsráðandi um alla borg í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar slær botninn í hinsegin daga að venju og engu verður sparað í hátíðarhöldunum. Í kvöld kemur hann fram við tilefnið í 25. sinn og hann segist hvergi af baki dottinn. Hann flutti ungu hinsegin fólki falleg skilaboð í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni. Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni.
Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira