Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 9. ágúst 2025 21:25 Það er stutt í grínið hjá næsta sendiherra Bandaríkjanna. Getty Billy Long, sem er að öllum líkindum næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, ýjar að því á samfélagsmiðlum að verið sé að senda hann til Íslands fyrir mistök. Þó er líklega um orðagrín að ræða en hann segist hafa beðið Trump um að fá að ganga til liðs við Bandarísku innflytjendastofnunina ICE en Trump hafi misheyrt það sem „Iceland.“ Billy Long greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Honum var fengið starfið samdægurs og honum var vikið úr stöðu sinni sem ríkisskattstjóri Bandaríkjanna eftir aðeins tvo mánuði í embætti. Það vakti furðu á sínum tíma að hann hefði yfirhöfuð verið skipaður í embættið en hann hafði til þess enga viðeigandi reynslu. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tólf ár áður en hann varð ríkisskattstjóri en þar áður átti hann langan feril sem uppboðsþulur, fasteignasali og útvarpsmaður. Í fréttum vestanhafs var greint frá því í gær að Dean Cain, leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Ofurmennisins í þáttunum Lois and Clark, hafi ákveðið að ganga til liðs við Innflytjendastofnun Bandaríkjanna sem þar í landi er iðulega kölluð skammstöfuninni ICE. „Ég sá að fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain sagðist ætla að ganga til liðs við ICE og ég varð alveg æstur og hugsaði að ég myndi gera slíkt hið sama. Þannig að ég hringdi í Donald Trump í gærkvöldi og sagði honum að ég vildi ganga til liðs við ICE og ég held að hann hafi haldið að ég hefði sagt Iceland. Nú, jæja,“ skrifaði Long í færslu á samfélagsmiðlum. Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Billy Long greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hann hefði verið tilnefndur sem næsti sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Honum var fengið starfið samdægurs og honum var vikið úr stöðu sinni sem ríkisskattstjóri Bandaríkjanna eftir aðeins tvo mánuði í embætti. Það vakti furðu á sínum tíma að hann hefði yfirhöfuð verið skipaður í embættið en hann hafði til þess enga viðeigandi reynslu. Hann sat í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í tólf ár áður en hann varð ríkisskattstjóri en þar áður átti hann langan feril sem uppboðsþulur, fasteignasali og útvarpsmaður. Í fréttum vestanhafs var greint frá því í gær að Dean Cain, leikari sem þekktastur er fyrir að hafa farið með hlutverk Ofurmennisins í þáttunum Lois and Clark, hafi ákveðið að ganga til liðs við Innflytjendastofnun Bandaríkjanna sem þar í landi er iðulega kölluð skammstöfuninni ICE. „Ég sá að fyrrum Superman-leikarinn Dean Cain sagðist ætla að ganga til liðs við ICE og ég varð alveg æstur og hugsaði að ég myndi gera slíkt hið sama. Þannig að ég hringdi í Donald Trump í gærkvöldi og sagði honum að ég vildi ganga til liðs við ICE og ég held að hann hafi haldið að ég hefði sagt Iceland. Nú, jæja,“ skrifaði Long í færslu á samfélagsmiðlum.
Bandaríkin Sendiráð á Íslandi Donald Trump Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira