Fótbolti

Svein­dís Jane til bjargar á síðustu stundu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir var allt í öllu þegar Angel City jafnaði metin í blálokin í NWSL deildinni í nótt.
Sveindís Jane Jónsdóttir var allt í öllu þegar Angel City jafnaði metin í blálokin í NWSL deildinni í nótt. Getty/Aitor Alcalde

Sveindís Jane Jónsdóttir var konan á bak við jafntefli Angel City í bandarísku í NWSL deildinni í nótt.

Angel City gerði þá 1-1 jafntefli á útivelli á móti San Diego Wave en það stefndi allt í tap í lok leiksins.

San Diego hafði komist yfir á 86. mínútu eftir mark frá Makenzy Robbe en gestirnir reyndu allt til að jafna metin.

Sveindís Jane kom til bjargar á annarri mínútu í uppbótatíma þegar hún átti laglega fyrirgjöf frá hægri sem miðvörðurinn Alanna Kennedy skallaði í markið og tryggði stigið.

Sveindís var í byrjunarliði Angel City og átti mjög góðan leik. Hún átti tvö skot á markið og var alltaf að skapa hættu á hægri kantinum.

Þetta var hennar annar leikur með liðinu en fyrsta markið sem hún kemur að en Sveindís kom til Los Angeles liðsins eftir Evrópumótið í Sviss í sumar.

Hér fyrir neðan má sjá stoðsendinguna mikilvægu hjá íslensku landsliðskonunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×