Fótbolti

Ísak nældi í gult í tapi

Árni Jóhannsson skrifar
Arnór Ingvi spilaði 90 mínútur í dag.
Arnór Ingvi spilaði 90 mínútur í dag. @ifknorrkoping

Þrír Íslendingar tóku þátt í leik IFK Norrköping og Hammarby í 19. umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Ekki komust þeir á blað nema Ísak Sigurgeirsson sem nældi sér í gult spjald. Hammarby vann leikinn 0-2 á heimavelli Norrköping.

Ísak ásamt Arnóri Ingva Traustasyni byrjuðu leikinn og spiluðu allar 90 mínúturnar. Báðir komust í færi án þess að nýta þau en Ísak nældi sér í gula spjaldið á 36. mínútu leiksins. Arnór spilaði á miðjunni en Ísak úti vinstra megin.

Á 66. mínútu kom hinn 18 ára Fjölnismaður Jónatan Guðni Arnarson inn á fyrir Aake Andersson. Hann komst í færi sem Ísak Sigurgeirsson lagði upp á hann þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma en skotið var varið.

Norrköping er í 11. sæti Allsvenskan með 19 stig og eru ekki nema fjórum stigum frá fallsætunum. Hammarby viðheldur pressunni á Mjallby, sem er á toppnum, og eru fjórum stigum frá þeim með 42 stig í öðru sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×