Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2025 09:32 Uga Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir (t.h.) segir Palestínufána í Gleðigöngunni um helgina hafa snúist um að styðja mannréttinda allra, óháð skoðunum. Vísir Palestínufánar í Gleðigöngunni um helgina drógu ekki athygli frá réttindabaráttu hinsegin fólks, að mati sérfræðings í málefnum hinsegin fólks. Samstaða með Palestínu í göngunni hafi snúist um að virða öll mannréttindi skilyrðislaust, óháð skoðunum fólks. Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla. Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Ritstjórn Morgunblaðsins hefur verið framarlega í flokki þeirra sem hafa gagnrýnt að fána Palestínu hafi verið veifað í Gleðigöngunni sem fór fram á laugardag. Vísar hún til bágrar stöðu hinsegin fólks í Palestínu. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks, segist skilja að fólk skilji ef til vill ekki hvers vegna einhverjir hafi veifað palestínska fánanum í göngunni. Það hafi verið vegna mannréttindasjónarmiða. „Ég held að hinsegin fólk sé hópur sem veit hvernig það er að búa ekki við sömu réttindi og annað fólk og er fólk sem stendur í mannréttindabaráttu. Fyrir þeim snýst þetta auðvitað bara um grundvallarmannréttindi: fólk þurfi ekki að upplifa þjóðarmorð, fólk sé ekki sprengt á heimilum sínum, fólk sé ekki svelt og svo framvegis,“ sagði Ugla í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Palestínufánanir drógu ekki athygli frá baráttu hinsegin fólks sjálfs, að mati Uglu. „Ég held að mannréttindabarátta sé ekki neinni samkeppni um neina athygli eða neitt slíkt.“ Berjast fyrir mannréttindum allra Þó að ekki sé komið vel fram við hinsegin fólk í ýmsum heimshlutum þýði það ekki að fólk þar eigi það skilið að vera sprengt í tætlur eða svelt. Þá sagði Ugla að hinsegin fólk væri einnig í Palestínu og upplifði þjóðarmorð. „Fyrir mér snýst þetta einfaldlega um að við erum að berjast fyrir mannréttindum, við erum að berjast fyrir mannréttindum allra. Þetta tengist allt á einn og annan hátt. Ef það er vegið að mannréttindum eins fólks þýðir það að það sé í lagi að vega að mannréttindum annars fólks,“ sagði Ugla. Umræðan nú kom Uglu ekki á óvart. Hún sagði að þegar hún tjáði sig um málefni Palestínu á samfélagsmiðlum fengi hún oft athugasemdir um að hún ætti sjálf að fara til Gasa og sjá hvernig yrði komið fram við hana þar. „Ef ég væri á Gasa núna þá væri ég líklega búin að svelta úr hungri og það tengist því ekkert að ég sé hinsegin,“ sagði Ugla.
Hinsegin Gleðigangan Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mannréttindi Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira