Enski boltinn

Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir um­mælin um Klopp

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dómaraferill Davids Coote fór í vaskinn á síðasta ári.
Dómaraferill Davids Coote fór í vaskinn á síðasta ári. epa/ADAM VAUGHAN

Enska knattspyrnusambandið hefur úrskurðað David Coote, fyrrverandi dómara í ensku úrvalsdeildinni, í átta vikna bann fyrir ummæli sem hann lét falla um Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra Liverpool.

Enska dómaranefndin rak Coote í desember í fyrra eftir að myndband af honum úthúða Klopp fór í dreifingu.

Til að bæta gráu ofan á svart hefur enska knattspyrnusambandið nú úrskurðað Coote í átta vikna bann vegna vísunar hans í þjóðerni Klopps.

Coote játaði sök og í úrskurði sínum segir enska knattspyrnusambandið að hann sjái mjög eftir ummælum sínum.

Í febrúar úrskurðaði evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, Coote í bann til 30. júní 2026 eftir að hann sást á myndbandi sjúga hvítt púður upp í nefið þegar hann var á Evrópumótinu 2024.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×