Sport

Du­plantis bætti heims­metið enn á ný

Siggeir Ævarsson skrifar
Armand Duplantis fagnar síðasta heimsmeti sem hann setti þann 15. júní
Armand Duplantis fagnar síðasta heimsmeti sem hann setti þann 15. júní Vísir/Getty

Sænski stangastökkvarinn Armand Duplantis heldur áfram að bæta heimsmetið í greininni en í dag stökk hann 6,29 metra á móti í Ungverjaldni og bætti þar með eigið met um einn sentimeter.

Svíinn svífandi flaug yfir þessa hæð í annarri tilraun og fagnaði innilega og með sama hætti og oft áður eða með því að smella kossi á kærustu sína, Desiré Inglander, sem fylgdist með úr stúkunni og studdi sinn mann.

Duplantis hefur haft mikla yfirburði í stangarstökki undanfarin misseri en hann setti fyrst heimsmet þegar hann stökk 6,17 metra árið 2020. Síðan þá hefur hann slegið metið trekk í trekk en þetta var í þrettánda sinn sem hann slær metið. Hann sló það síðast þann 15. júní síðastliðinn.

Annar í keppninni í dag var Grikkinn Emmanouil Karalis sem stökk 6,02 metra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×