Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. ágúst 2025 17:37 Unnur Sverrisdóttir er forstjóri Vinnumálastofnunar. Vísir/Einar Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysi aukist örlítið í ágúst. Forstjóri Vinnumálastofnunin segir aukið atvinnuleysi á milli mánaða stafa af árvissri árstíðarsveiflu í íslensku atvinnulífi sem orsakist af fækkun ferðamanna og samdrætti í byggingariðnaðinum. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir þessa þróun dæmigerða og að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um vetrartímann, fram yfir áramót, en dragist svo saman með hækkandi sól. Nóg af vinnu að hafa Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra, eitt prósent. Atvinnuleysið hafi verið minnst þar í langan tíma. Hún segir árstíðarbundið atvinnuleysi ekki áberandi í öðrum geirum atvinnulífsins. Ferðaþjónustan og byggingariðnaðurinn skeri sig úr en aðrar atvinnugreinar séu talsvert stöðugri. Unnur segir blómlegt atvinnulíf á Íslandi og nóg af vinnu að hafa. Á Íslandi séu atvinnuleysistölur marktækt lægri en á Norðurlöndunum og Evrópu. Engin bölsýni sé á skrifstofum Vinnumálastofu enda nemi aukning atvinnuleysis á milli mánaða ekki nema einn tíunda úr prósenti. Karlmenn séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá og það sé vegna kynjaójafnvægis í byggingariðnaðinum. Hlutfall kvenna á skránni aukist eftir því sem dregur á veturinn vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Atvinnulausir duglegir að endurmennta sig Eru atvinnulausir í stöðugri leit að vinnum eða eru margir lengi á skrá? „Sem betur fer er það nú þannig að mjög margir fá vinnu innan fjögurra mánaða. Það er gríðarleg velta hjá okkur af skjólstæðingum. Hjá sumum tekur það aðeins lengri tíma en svo er alltaf einhver hópur sem ílengist og á erfiðara með að finna störf en þá erum við með mjög góða þjónustu hér í náms- og starfsráðgjöf,“ segir Unnur. Hún segir atvinnulausa duglegt við að sækja námskeið og endurmenntun telji það bæta stöðu sína í atvinnuleitinni. Svo vegi fjölgun starfa í opinbera geiranum og menntakerfinu upp á móti fækkun þeirra í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. „Þetta eru lágar tölur og góðar,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Vinnumarkaður Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir þessa þróun dæmigerða og að atvinnuleysi muni halda áfram að aukast um vetrartímann, fram yfir áramót, en dragist svo saman með hækkandi sól. Nóg af vinnu að hafa Minnsta atvinnuleysið mældist á Norðurlandi vestra, eitt prósent. Atvinnuleysið hafi verið minnst þar í langan tíma. Hún segir árstíðarbundið atvinnuleysi ekki áberandi í öðrum geirum atvinnulífsins. Ferðaþjónustan og byggingariðnaðurinn skeri sig úr en aðrar atvinnugreinar séu talsvert stöðugri. Unnur segir blómlegt atvinnulíf á Íslandi og nóg af vinnu að hafa. Á Íslandi séu atvinnuleysistölur marktækt lægri en á Norðurlöndunum og Evrópu. Engin bölsýni sé á skrifstofum Vinnumálastofu enda nemi aukning atvinnuleysis á milli mánaða ekki nema einn tíunda úr prósenti. Karlmenn séu í meirihluta á atvinnuleysisskrá og það sé vegna kynjaójafnvægis í byggingariðnaðinum. Hlutfall kvenna á skránni aukist eftir því sem dregur á veturinn vegna samdráttar í ferðaþjónustunni. Atvinnulausir duglegir að endurmennta sig Eru atvinnulausir í stöðugri leit að vinnum eða eru margir lengi á skrá? „Sem betur fer er það nú þannig að mjög margir fá vinnu innan fjögurra mánaða. Það er gríðarleg velta hjá okkur af skjólstæðingum. Hjá sumum tekur það aðeins lengri tíma en svo er alltaf einhver hópur sem ílengist og á erfiðara með að finna störf en þá erum við með mjög góða þjónustu hér í náms- og starfsráðgjöf,“ segir Unnur. Hún segir atvinnulausa duglegt við að sækja námskeið og endurmenntun telji það bæta stöðu sína í atvinnuleitinni. Svo vegi fjölgun starfa í opinbera geiranum og menntakerfinu upp á móti fækkun þeirra í byggingargeiranum og ferðaþjónustunni. „Þetta eru lágar tölur og góðar,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Vinnumarkaður Mest lesið Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Viðskipti erlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sjá meira