Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 07:32 Aitana Bonmatí, besti leikmaður heims síðustu tvö ár, svekkir sig eftir tap Barcelona liðsins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. EPA/JOSE SENA GOULAO Kvennalið Barcelona hefur lengið verið í hópi allra bestu liða Evrópu en karlarnir í forystu hjá Barcelona eru alveg tilbúnir að fórna konunum til að leysa fjárhagsvandræði karlaliðsins. Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib) Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira
Barcelona er eins og síðustu ár í vandræðum að koma nýjum leikmönnum karlaliðsins undir launaþakið. Slæm fjárhagsstaða félagsins hefur nú verið í aðalhlutverki í mörg ár. Það er núna óvissa um það hvort risastórt nafn eins og Marcus Rashford geti tekið þátt í fyrsta leik liðsins vegna þeirra vandræða. View this post on Instagram A post shared by Attacking Third (@attackingthird) Það þarf að spara pening einhvers staðar og þar sem að karla- og kvennaliðið eru á sama rekstrarreikningi þá er eins af lausnum forystumanna félagsins að skera niður hjá konunum. Hafa tekið á sig launalækkun Staðan er því bara þannig að fjárhagsvandræði karlaliðsins bitna beint á konunum þrátt fyrir að þær hafi staðið við sitt og flestar þeirra tekið á sig launalækkun til að hjálpa sínu félagi. Kvennalið Barcelona hefur þegar losað sig við marga öfluga leikmenn i sumar, leikmenn eins og þær Ingrid Engen, Fridolina Rolfö, Jana Fernández og Bruna Vilamala. Á sama tíma hefur félagið aðeins náð í einn leikmann í staðinn, Laia Aleixandri. Nú eru aðeins sautján leikmenn í leikmannahópi kvennaliðsins og liðið tekur þátt í fjórum mismunandi keppnum á komandi tímabili og þarf því breidd. Kvennaliðið hefur biðlað til spænsku deildarinnar um það að fá að aðskilja rekstur karla og kvennaliðsins en það hefur ekki borið árangur strax. Á meðan eru þær aðeins peð í tafli karlanna sem ráða öllu hjá félaginu. Skulda yfir milljarð evra Barcelona skuldar yfir einn milljarð evra og það hefur ekki hjálpað rekstrinum að það hefur tekið miklu lengri tíma að endurnýja Nývang. Á meðan verður félagið af miklum tekjum á heimaleikjum. Leikmenn í spænska landsliðinu, sem urðu heimsmeistarar 2023, hafa gagnrýnt lélega umgjörð um kvennafótboltann á Spáni og þessar fréttir frá Spáni gera ekkert annað en að sýna fram á það. Það er sorgleg staða að lið sem hefur unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum á síðustu fimm árum og spænsku deildina sex ár í röð þurfi nú að róa lífróður og missa fjölda öflugra leikmanna til þess eins að leikmenn eins og Rashford fái að spila með karlaliðinu. View this post on Instagram A post shared by The Women’s Game (@womensgamemib)
Spænski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Sjá meira