„Einhver vildi losna við mig“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2025 09:02 Gianluigi Donnarumma fagnar með stuðningsmönnum Paris Saint Germain með Meistaradeildarbikarinn. EPA/FRANCK FIFE Gianluigi Donnarumma hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Paris Saint Germain en hann sendi stuðningsmönnum félagsins kveðju þar sem hann ásakar franska félagið um að ýta sér út. Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025 Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira
Ástæða brottfarar hans frá frönsku Evrópumeisturunum er ekki frammistaðan enda átti hann mikinn þátt í sigurgöngu Parísarfélagsins á árinu 2025 heldur er hún miklu frekar sú að Donnarumma vildi ekki framlengja samning sinn sem rennur út næsta sumar. Franski fjölmiðillinn L'Équipe segir síðan frá því að Donnarumma sé búinn að gera samkomulag við Manchester City. Gianluigi Donnarumma a échangé avec Pep Guardiola et possède un accord avec Manchester City➡️ https://t.co/AH7JxrMJWH pic.twitter.com/Qn8Ul9Csg3— L'Équipe (@lequipe) August 12, 2025 „Til hinna sérstöku stuðningsmanna PSG. Ég gaf allt mitt frá frá fyrsta deginum sem ég kom hingað, bæði inn á vellinum og utan hans, til að vinna mér sæti í liðinu og til að fá að verja mark Paris Saint-Germain,“ skrifaði Gianluigi Donnarumma sem er enn bara 26 ára gamall en hefur spilað fyrir PSG frá árinu 2021. „Því miður ákvað einhver að ég ætti ekki að vera lengur hluti af þessu liði og fá ekki lengur að hjálpa liðinu að ná árangri. Einhver vildi losna við mig. Ég er bæði vonsvikinn og dapur,“ skrifaði Donnarumma. „Ég vona að ég fái tækifæri til að horfa aftur í augun á stuðningsmönnunum á Parc des Princes og fái að kveðja eins og það ætti að vera,“ skrifaði Donnarumma. „Ef það gerist ekki þá vil ég láta ykkur vita að stuðningur ykkur og ástríða skipti mig miklu máli og ég mun aldrei gleyma því. Ég mun taka með mér þessar tilfinningar, þessar minningar, þessi mögnuðu kvöld og það hvernig þið létuð mér líða eins og ég væri heima hjá mér,“ skrifaði Donnarumma. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að spila fyrir þetta félag og að búa í þessari borg. Takk fyrir París,“ skrifaði Donnarumma. pic.twitter.com/rtBlA6iQtK— GIANLUIGI DONNARUMMA (@donnarumma) August 12, 2025
Franski boltinn Enski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Enski boltinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Körfubolti Fleiri fréttir Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Sjá meira