Lífið

Elín Dís og Sigurður keyptu rað­hús í Foss­vogi á 175 milljónir

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Elín Dís og Sigurður hafa nú þegar fengið húsið afhent.
Elín Dís og Sigurður hafa nú þegar fengið húsið afhent.

Hjónin Elín Dís Vignisdóttir, hjá blómaverslununinni 4 árstíðir, og Sigurður Kári Árnason skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneytinu, hafa fest kaup á 200 fermetra endaraðhúsi við Goðaland í Fossvogi. 

Elín Dís og Sigurður greiddu 175 milljónir króna fyrir húsið. Kaupsamningur var undirritaður 3. júlí síðastliðinn.

Hjónin hafa nú þegar fengið húsið afhent og hafist handa við að gera það að sínu. Þau seldu nýverið fallega íbúð við Blönduhlíð og má ætla að nýja heimilið verði stórglæsilegt innan tíðar, enda gefur fyrra heimili þeirra glöggt til kynna að þau hafi einstaklega góðan innanhússsmekk.

Húsið við Goðaland er sérstakt að því leyti að það er allt á einni hæð, ólíkt flestum raðhúsum í Fossvogi sem eru byggð á pöllum. Það var reist árið 1969 og hannað af Guðmundi Kr. Guðmundssyni arkitekt.

Það stendur neðarlega í Fossvogsdalnum, innst í rólegri götu, með stórum suðurgarði, timburverönd, hellulögðum stígum og skjólveggjum.

Húsið er 178 fermetrar að stærð og skiptist í forstofu, borðstofu, stofu, eldhús, þvottahús þrjú svefnherbergi og tvö baðherbergi. Samkvæmt teikningum eru herbergin fimm og auðvelt væri að bæta við auka herbergjum. Auk þess er 22 fermetra bílskúr.

Stofa og borðstofa eru bjartar og rúmgóðar með mikilli lofthæð, gólfsíðum gluggum og arni. Eldhúsið er rúmgott, með innréttingu frá 1995 og borðkróki. Svefnherbergin eru öll parketlögð og með fataskápum. Útgengt er í garð bæði úr stofu og hjónaherbergi. 

Skjáskot/Elín Dís





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.