„Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. ágúst 2025 11:30 Dagbjarti hefur dreymt um Íslandsmeistaratitilinn síðan hann var þrettán ára. GSÍ Dagbjartur Sigurbrandsson vann langþráðan Íslandsmeistaratitil um síðustu helgi, litla systir hans er ekki lengur með montréttinn á heimilinu og hann fer vongóður inn í úrtökumót haustsins. Heilmikil spenna var á Íslandsmótinu í golfi um síðustu helgi, Axel Bóasson leiddi frá fyrsta degi, með Dagbjart Sigurbrandsson í öðru sætinu, rétt á eftir. Dagbjartur tók svo fram úr á lokadeginum og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta var ekkert smá gaman, að geta klárað þetta á sunnudeginum. Ég hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára, skrifaði þetta niður á blað hjá mér að einn daginn vildi ég vera Íslandsmeistari.“ Dagbjartur vann Íslandsmótið eftir æsispennu á lokadeginum.GSÍ Stefnir á Evrópumótaröðina Dagbjartur tók aðeins þátt í tveimur mótum hér á landi í sumar og stóð á verðlaunapalli í bæði skipti. Hann vann Íslandsmótið og endaði í þriðja sæti í Korpubikarnum. Einbeittur Dagbjartur á Korpubikarnum.GSÍ Með frábært sumar að baki fer Dagbjartur nú að undirbúa sig að fullu fyrir úrtökumót inn á Evrópumótaröðina, eftir að hafa útskrifast úr háskólagolfinu í Bandaríkjunum í vor. „Þetta voru virkilega skemmtilegir tímar í University of Missouri. Ég lærði mikið, golflega og persónulega séð líka. Nú tekur annar kafli við og ég er spenntur fyrir því“ segir Dagbjartur, sem er vongóður um að komast inn á Evrópumótaröð PGA, DP World Tour. „Já, ég held að ég sé undirbúinn í þetta. Ég fór í fyrsta skipti þegar ég var sautján ára, árið 2019, missti af þessu með tveimur höggum þá en jú, ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Bæði börnin Íslandsmeistarar en foreldrarnir spila ekki golf Dagbjartur er ekki eini kylfingurinn í sinni fjölskyldu. Litla systir hans, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, hefur einnig orðið Íslandsmeistari (2022) og er nú sjálf á leiðinni í háskólagolfið í Bandaríkjunum. „[Foreldrar okkar] spila samt ekki golf sko, hún kom bara með mér út á völl og svo byrjaði þetta“ segir Dagbjartur, sem byrjaði sinn feril í golfhermi í bílskúrnum hjá vini sínum og kenndi svo systur sinni. Foreldrar þeirra hafa því ekkert kennt þeim í golfinu, en hafa stutt bæði Dagbjart og Perlu alla leið. Sigurbrandur Dagbjartsson hefur oft verið kylfusveinn fyrir soninn. Dagbjartur og Perla hafa nú bæði orðið Íslandsmeistarar, Perla er því ekki lengur ein með montréttinn á heimilinu. „Jújú, eftir sigurinn kom hún og sagði 1-1. Þetta er bara virkilega gaman og gaman að sjá hana fara líka út í háskólagolf, það verður spennandi að fylgjast með henni þar.“ Golfsystkinin unnu Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, sem veittir eru bestu áhugakylfingum Íslandsmótsins. Perla endaði í þriðja sæti Íslandsmótsins í kvennaflokki, á eftir Huldu Clöru Gestsdóttur og Íslandsmeistaranum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir. Hún lék hins vegar á besta skori áhugakylfings, líkt og Dagbjartur. Þau systkinin hlutu því Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, sem eru veittir bestu áhugakylfingum Íslandsmótsins. Rætt var við Íslandsmeistarann Dagbjart í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Sjá meira
Heilmikil spenna var á Íslandsmótinu í golfi um síðustu helgi, Axel Bóasson leiddi frá fyrsta degi, með Dagbjart Sigurbrandsson í öðru sætinu, rétt á eftir. Dagbjartur tók svo fram úr á lokadeginum og stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmótinu í fyrsta sinn á ferlinum. „Þetta var ekkert smá gaman, að geta klárað þetta á sunnudeginum. Ég hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára, skrifaði þetta niður á blað hjá mér að einn daginn vildi ég vera Íslandsmeistari.“ Dagbjartur vann Íslandsmótið eftir æsispennu á lokadeginum.GSÍ Stefnir á Evrópumótaröðina Dagbjartur tók aðeins þátt í tveimur mótum hér á landi í sumar og stóð á verðlaunapalli í bæði skipti. Hann vann Íslandsmótið og endaði í þriðja sæti í Korpubikarnum. Einbeittur Dagbjartur á Korpubikarnum.GSÍ Með frábært sumar að baki fer Dagbjartur nú að undirbúa sig að fullu fyrir úrtökumót inn á Evrópumótaröðina, eftir að hafa útskrifast úr háskólagolfinu í Bandaríkjunum í vor. „Þetta voru virkilega skemmtilegir tímar í University of Missouri. Ég lærði mikið, golflega og persónulega séð líka. Nú tekur annar kafli við og ég er spenntur fyrir því“ segir Dagbjartur, sem er vongóður um að komast inn á Evrópumótaröð PGA, DP World Tour. „Já, ég held að ég sé undirbúinn í þetta. Ég fór í fyrsta skipti þegar ég var sautján ára, árið 2019, missti af þessu með tveimur höggum þá en jú, ég er virkilega spenntur fyrir þessu.“ Bæði börnin Íslandsmeistarar en foreldrarnir spila ekki golf Dagbjartur er ekki eini kylfingurinn í sinni fjölskyldu. Litla systir hans, Perla Sól Sigurbrandsdóttir, hefur einnig orðið Íslandsmeistari (2022) og er nú sjálf á leiðinni í háskólagolfið í Bandaríkjunum. „[Foreldrar okkar] spila samt ekki golf sko, hún kom bara með mér út á völl og svo byrjaði þetta“ segir Dagbjartur, sem byrjaði sinn feril í golfhermi í bílskúrnum hjá vini sínum og kenndi svo systur sinni. Foreldrar þeirra hafa því ekkert kennt þeim í golfinu, en hafa stutt bæði Dagbjart og Perlu alla leið. Sigurbrandur Dagbjartsson hefur oft verið kylfusveinn fyrir soninn. Dagbjartur og Perla hafa nú bæði orðið Íslandsmeistarar, Perla er því ekki lengur ein með montréttinn á heimilinu. „Jújú, eftir sigurinn kom hún og sagði 1-1. Þetta er bara virkilega gaman og gaman að sjá hana fara líka út í háskólagolf, það verður spennandi að fylgjast með henni þar.“ Golfsystkinin unnu Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, sem veittir eru bestu áhugakylfingum Íslandsmótsins. Perla endaði í þriðja sæti Íslandsmótsins í kvennaflokki, á eftir Huldu Clöru Gestsdóttur og Íslandsmeistaranum Guðrúnu Brá Björgvinsdóttir. Hún lék hins vegar á besta skori áhugakylfings, líkt og Dagbjartur. Þau systkinin hlutu því Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, sem eru veittir bestu áhugakylfingum Íslandsmótsins. Rætt var við Íslandsmeistarann Dagbjart í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti „Auðvitað er ég svekktur“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Sjá meira