Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir, Sigríður Kristín Helgadóttir og Þorvaldur Víðisson skrifa 13. ágúst 2025 13:30 Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Reykjavík Hinsegin Gleðigangan Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Tjáningarfrelsið er grundvallar mannréttindi. Um leið og við nýtum okkur þau mannréttindi með því að tjá okkur, gefum við í raun öðrum færi og heimild til að gera slíkt hið sama. Skoðanirnar geta síðan verið skiptar, ég hef þessa skoðun, þú hefur hina skoðunina. Þetta er eitt af því sem grundvallar lýðræðislegt samfélag, fólk skiptist á skoðunum og allir eiga rödd. Þrátt fyrir hið grundvallandi tjáningarfrelsi skal það frelsi ekki leiða okkur í þær ógöngur að meiða annað fólk eða skemma hluti. Tjáningarfrelsinu eru því takmörk sett. Í Fossvogsprestakalli var regnbogafánanum flaggað í síðustu viku. Kristin kirkja hefur á öllum öldum haft það hlutverk að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist, hinn upprisna, frelsara heimsins. Leiðirnar sem kirkjan fer í þessu verkefni sínu eru óteljandi. Kirkjan sinnir til dæmis gríðarlega öflugu hjálparstarfi, innanlands og erlendis. Svo er það sístætt verkefni þjóna og starfsfólks kirkjunnar að skíra og fræða, hugga og styðja, biðja og blessa. Allt er það unnið á grundvelli þess fagnaðarerindis sem heilög ritning boðar. Að flagga regnbogafánanum við kirkjur landsins er ein af þessum óteljandi leiðum við boðun fagnaðarerindisins sem kirkjan hefur farið og tekur þannig sýnilegan þátt í mannréttindabaráttu. Í fréttum heyrum við um að bakslag hafi orðið í þeirri baráttu. Ekki héldum við að bakslagið myndi birtast í því að regnbogafáninn yrði skorinn niður úr fánastönginni við Grensáskirkju í Reykjavík núna um helgina. Það kom okkur verulega á óvart. Slíkt er vitanlega skemmdarverk, en vissulega einnig tjáning einhvers sem ekki er sammála því að kirkjan flaggi regnbogafánanum. Er það ekki hálfgert örþrifaráð einhvers sem finnst ekki á sig hlustað að viðkomandi sker niður fallegan regnbogafána við kirkjuna í hverfinu sínu? Þarf kirkjan kannski að veita fólki víðari vettvang til að tjá sig, stærri faðm og fleiri eyru til að hlusta? Við prestarnir í Fossvogsprestakalli viljum bjóða þau öll velkomin til okkar, sem vilja tjá sig um mannréttindi og þátttöku kirkjunnar í slíkri réttindabaráttu. Verið þið hjartanlega velkomin til samtals við okkur. Við viljum gjarnan heyra hvað þið hafið að segja. Höfundar eru prestar í Fossvogsprestakalli.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun