Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Tómas Arnar Þorláksson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. ágúst 2025 12:03 Viktor og Óskar eru stofnendur fyrsta fjölbragðaglímufélags Íslands. Vísir Stífar æfingar eru í gangi þessa dagana hjá Icelandic Combat theatre, eina fjölbragðaglímufélagi Íslands, fyrir þeirra fyrstu sýningu sem haldin verður á skemmtistaðnum Lemmy á Menningarnótt. Fjölbragðaglíma vísar til bardagaíþróttar með leikhúsívafi, þar sem öll brögð og glímutök eru æfð fyrirfram. Íþróttin hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs þar sem Wrestle Mania er án efa þekktasta vörumerkið. Mörg fræg nöfn hafa sprottið úr sportinu, þar á meðal Hulk Hogan, en á meðal mestu aðdáenda íþróttarinnar er körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal. Ísland í dag kíkti í heimsókn í nýja æfingahúsnæði félagsins. Þegar fréttamaður heimsótti Viktor Sigursveinsson og Óskar Dag Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre í júní var æfingahúsnæði þeirra í bílskúr og sýning aðeins fjarlægur draumur. Senn verður draumurinn að veruleika en nýja æfingaaðstaðan býður upp á mörg sóknarfæri. Á menningarnótt bjóða kapparnir á sýningu á skemmtistaðnum Lemmy. „Þessi sýning verðu blanda af fjölbragðaglímu og rokktónleikum,“ útskýrir Viktor. En hvað kom til að tveir menn stofnuðu fjölbragðaglímufélag á Íslandi? „Ég byrjaði fyrst að fylgjast með þessu 2011 og síðan er ég búinn að vera ástfanginn af þessu og dreymdi alltaf um að gera þetta,“ segir Óskar Dagur. Beið í ár eftir svari Árið 2023 bárust fregnir af því að Bray Wyatt, einn fremsti fjölglímukappi heims, hefði skyndilega fallið frá aðeins 36 ára gamall. „Andlega fór það rosalega illa með mig. Eftir það ákvað ég að gefa allt sem ég gat til að byrja þetta á Íslandi,“ segir Óskar, sem segist hafa litið upp til Wyatt. Eftir árangurslausa leit að fólki sem deildi með honum áhugamáli ákvað Óskar að birta færslu á samfélagsmiðlinum Reddit, þar sem hann spurði hvort fleiri hefðu áhuga á íþróttinni. Það var þó ekki fyrr en ári seinna þegar loks dró til tíðinda. „Þá sendir hann [Viktor] á mig skilaboð á Reddit. Við byrjum aðeins að spjalla og hittumst í miðbæ Reykjavíkur. Ég var rosalega stressaður, hélt að þetta væri bara einhver átján ára gutti að fíflast. En svo hittumst við, ætluðum bara að spjalla í klukkutíma en enduðum á að spjalla í fjóra, fimm tíma. Stuttu eftir það ákváðum við bara, já reynum á þetta. Í versta falli gerist ekkert. “ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Viktor og Óskar stefna sem fyrr segir á fyrstu sýningu félagsins. Kapparnir tveir halda enn áfram að láta sig dreyma, og vonast til að geta stækkað æfingaaðstöðuna í framtíðinni enn fremur og þannig boðið mörgum að æfa á sama tíma. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan. Fjölbragðaglíma Glíma Ísland í dag Menningarnótt Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira
Fjölbragðaglíma vísar til bardagaíþróttar með leikhúsívafi, þar sem öll brögð og glímutök eru æfð fyrirfram. Íþróttin hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs þar sem Wrestle Mania er án efa þekktasta vörumerkið. Mörg fræg nöfn hafa sprottið úr sportinu, þar á meðal Hulk Hogan, en á meðal mestu aðdáenda íþróttarinnar er körfuboltagoðsögnin Shaquille O'Neal. Ísland í dag kíkti í heimsókn í nýja æfingahúsnæði félagsins. Þegar fréttamaður heimsótti Viktor Sigursveinsson og Óskar Dag Marteinsson stofnendur Icelandic Combat Theatre í júní var æfingahúsnæði þeirra í bílskúr og sýning aðeins fjarlægur draumur. Senn verður draumurinn að veruleika en nýja æfingaaðstaðan býður upp á mörg sóknarfæri. Á menningarnótt bjóða kapparnir á sýningu á skemmtistaðnum Lemmy. „Þessi sýning verðu blanda af fjölbragðaglímu og rokktónleikum,“ útskýrir Viktor. En hvað kom til að tveir menn stofnuðu fjölbragðaglímufélag á Íslandi? „Ég byrjaði fyrst að fylgjast með þessu 2011 og síðan er ég búinn að vera ástfanginn af þessu og dreymdi alltaf um að gera þetta,“ segir Óskar Dagur. Beið í ár eftir svari Árið 2023 bárust fregnir af því að Bray Wyatt, einn fremsti fjölglímukappi heims, hefði skyndilega fallið frá aðeins 36 ára gamall. „Andlega fór það rosalega illa með mig. Eftir það ákvað ég að gefa allt sem ég gat til að byrja þetta á Íslandi,“ segir Óskar, sem segist hafa litið upp til Wyatt. Eftir árangurslausa leit að fólki sem deildi með honum áhugamáli ákvað Óskar að birta færslu á samfélagsmiðlinum Reddit, þar sem hann spurði hvort fleiri hefðu áhuga á íþróttinni. Það var þó ekki fyrr en ári seinna þegar loks dró til tíðinda. „Þá sendir hann [Viktor] á mig skilaboð á Reddit. Við byrjum aðeins að spjalla og hittumst í miðbæ Reykjavíkur. Ég var rosalega stressaður, hélt að þetta væri bara einhver átján ára gutti að fíflast. En svo hittumst við, ætluðum bara að spjalla í klukkutíma en enduðum á að spjalla í fjóra, fimm tíma. Stuttu eftir það ákváðum við bara, já reynum á þetta. Í versta falli gerist ekkert. “ Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og Viktor og Óskar stefna sem fyrr segir á fyrstu sýningu félagsins. Kapparnir tveir halda enn áfram að láta sig dreyma, og vonast til að geta stækkað æfingaaðstöðuna í framtíðinni enn fremur og þannig boðið mörgum að æfa á sama tíma. Innslagið í heild sinni má sjá hér að neðan.
Fjölbragðaglíma Glíma Ísland í dag Menningarnótt Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Menning Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Fleiri fréttir Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Sjá meira