Golf

Bestu kylfingar landsins í ein­vígi á Sýn Sport í kvöld

Aron Guðmundsson skrifar
Gunnlaugur Árni var á meðal keppenda í Einvíginu á Nesinu í ár.
Gunnlaugur Árni var á meðal keppenda í Einvíginu á Nesinu í ár. Vísir/Getty

Á dagskrá Sýnar Sport Íslands í kvöld er samantektarþáttur frá góðgerðarmótinu Einvígið á Nesinu.

Einvígið á Nesinu er árlegt góðgerðarmót í golfi á vegum Nesklúbbsins og var í ár haldið í tuttugasta og níunda skiptið. Mótið fór fram á frídegi verslunarmanna.

Margir af bestu kylfingum okkar Íslendinga þáðu boð um að taka þátt á mótinu í ár og leika í þágu Minningarsjóðs Bryndísar Klöru en markmið sjóðsins er að styðja við almannaheillaverkefni sem miða að því að vernda börn gegn ofbeldi og efla samfélag þar sem samkennd og samvinna eru höfð í forgrunni. 

Þátttakendur í Einvíginu á Nesinu núna í ár voru þau  Aron Snær Júlíusson úr GKG, Axel Bóasson úr GK, Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr GK, Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG, Heiðar Steinn Gíslason úr NK, Haraldur Franklín Magnús úr GR, Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG, Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR, Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GKG, Tómas Eiríksson Hjaltested úr GR.

Samantektarþáttur frá Einvíginu á Nesinu er á dagksrá Sýn Sport Ísland klukkan níu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×