Enski boltinn

Jason Daði og fé­lagar fá Rauðu djöflana í heim­sókn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jason Daði Svanþórsson gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki í fyrra.
Jason Daði Svanþórsson gekk í raðir Grimsby Town frá Breiðabliki í fyrra. getty/Michael Regan

Dregið var í 2. umferð enska deildabikarsins í kvöld. Grimsby Town, sem Jason Daði Svanþórsson leikur með, dróst gegn Manchester United.

Í pottinum voru meðal annars þau ellefu úrvalsdeildarlið sem eru ekki í Evrópukeppnum. Meðal þeirra er United sem mætir D-deildarliði á Blundell Park. Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1948 sem United og Grimsby eigast við.

Tveir úrvalsdeildarleikir verða í 2. umferðinni. Bournemouth tekur á móti Brentford og West Ham United sækir Wolves heim. Everton mætir C-deildarliði Mansfield Town á nýja heimavellinum sínum, Hill Dickinson Stadium.

Fyrstu umferðinni lýkur í kvöld en þá kemur meðal annars í ljós hvort Íslendingalið Birmingham City kemst áfram. Ef Birmingham vinnur Sheffield United mætir liðið Port Vale í 2. umferðinni.

Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston drógust gegn Hollywood-liði Wrexham.

Plymouth Argyle, sem Guðlaugur Victor Pálsson leikur með, mætir Swansea City á útivelli.

Leikirnir í 2. umferð

  • Accrington Stanley - Doncaster Rovers
  • Barnsley/Fleetwood Town - Rotherham United
  • Birmingham City/Sheffield United - Port Vale
  • Bolton Wanderers/Sheffield Wednesday - Leeds United
  • Burnley - Derby County
  • Everton - Mansfield Town
  • Grimsby Town - Manchester United
  • Preston North End - Wrexham
  • Stoke City - Bradford City
  • Sunderland - Huddersfield Town/Leicester City
  • Tranmere Rovers/Burton Albion - Lincoln City
  • Wigan Athletic - Stockport County
  • Bournemouth - Brentford
  • Bromley - Wycombe Wanderers
  • Cambridge United - Charlton Athletic
  • Cardiff City - Cheltenham Town/Exeter City
  • Fulham - Bristol City
  • Millwall - Coventry City
  • Norwich City - Southampton
  • Oxford United - Brighton
  • Reading - AFC Wimbledon
  • Swansea City - Plymouth Argyle
  • Wolves - West Ham United



Fleiri fréttir

Sjá meira


×