Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2025 10:37 Stofnun vinnumarkaðstölfræði í Bandaríkjunum heyrir undir vinnumálaráðuneytið. Trump sakaði fyrri yfirmann hennar um að hafa hagrætt tölum um fjölgun starfa, án nokkurra sannanna. AP/J. Scott Applewhite Hagfræðingur hægrisinnaðrar hugveitu sem hefur verið tilnefndur sem sérfræðingur Hvíta hússins í vinnumarkaðstölfræði var í mannfjöldanum þegar hópur stuðningsmanna Donalds Trump réðst á bandaríska þinghúsið fyrir fjórum árum. Hvíta húsið segir að hann hafi aðeins verið „áhorfandi“. Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti rak yfirmann Vinnumarkaðstölfræðistofnunar Bandaríkjanna í byrjun þessa mánaðar eftir að honum mislíkaði nýjustu tölur hennar um ný störf. Tölurnar bentu til niðursveiflu í hagkerfinu. Í staðinn tilnefndi forsetinn E.J. Antoni, aðalhagfræðing Heritage Foundation. Það er íhaldssöm hugveita sem mótaði meðal annars svonefnt „Verkefni 2025“ (e. Project 2025) um algera uppstokkun alríkisstjórnarinnar til þess að tryggja íhaldsmönnum frekari völd og áhrif. Nú segir fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar frá því að Antoni þessi hafi verið í mannfjöldanum fyrir utan bandaríska þinghúsið þegar hópur stuðningsmanna Trump réðst þangað inn til þess að reyna að koma í veg fyrir að úrslit forsetakosninganna 2020 yrðu staðfest 6. janúar árið 2021. Antoni sjáist meðal annars þar á myndböndum sem birst hafa á samfélagsmiðlum um klukkutíma eftir að múgurinn ruddi sér leið í gegnum varnargirðingar lögreglu. Hann sést ganga í burt þegar aðrir í hópnum streymdu inn í þinghúsið. Með herskip nasista í öndvegi Hvíta húsið segir að Antoni hafi aðeins verið sjónarvottur að atburðunum við þinghúsið. Hann hafi ekki gert nokkuð óviðeigandi eða ólögleg. Antonti vildi ekki sjálfur tjá sig við NBC. Um 1.500 manns voru ákærðir fyrir ýmis brot í tengslum við árásin á þinghúsið sem Trump æsti stuðningsmenn sína til með lygum um að kosningasvik hefðu kostað hann endurkjör. Hann náðaði þá nær alla og mildaði dóma annarra á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Athygli hefur einnig vakið að Antoni hefur stoltur komið fram í viðtölum í ýmsum fjölmiðlum með málverk af þýska orrustuskipinu Bismarck sem nasistar notuðu meðal annars til þess að sökkva breska herskinu HMS Hood utan við strendur Íslands árið 1941. „Þetta er Bismarck, já, í allri sinni dýrð,“ sagði Antoni þegar hlaðvarpsstjórandi spurði hann út í málverkið, að sögn The Guardian. Í spilaranum hér fyrir neðan sést málverkið fyrir aftan Antoni þar sem hann er í viðtali í hlaðvarpsþætti. Frekar íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur fræðimaður Efasemdir hafa komið fram um hæfni Antoni til að gegna embættinu sem hann er tilnefndur til. AP-fréttastofan segir að hann komi frekar fram sem íhaldssamur kreddumaður en hlutlægur hagfræðingur. Hann hafi meðal annars haldið því ranglega fram að efnahagslægð hafi ríkt í Bandaríkjunum frá kjörtímabili Joes Biden og haldið því fram að verðbólga væri mun meiri en hún raunverulega var. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipan Antoni í embættið en þar fer Repúblikanaflokkur Trump með meirihluta. Antoni hefur gert að því skóna að stofnunin gæti hætt að birta mánaðarlegar tölur um þróun vinnumarkaðarins og birt þær í staðan ársfjórðungslegar á meðan unnið væri að því að gera þær „nákvæmari“. Trump hélt því fram án nokkurs rökstuðnings að fyrri yfirmaður stofnunarinnar hefði hagrætt tölunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Erlend sakamál Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Sjá meira