Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 17:54 Payton Gendron, skaut tíu manns til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York í Bandaríkjunum. AP/Derek Gee Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira
Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Sjá meira