Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Aron Guðmundsson skrifar 15. ágúst 2025 10:16 Óvíst er hvað framtíðin ber í skauti sér hjá sænska framherjanum Alexander Isak sem vill fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. Liverpool hefur áhuga á kappanum sem verður ekki í leikmannahópi Newcastle á morgun í fyrstu umferð ensku deildarinnar gegn Aston Villa. Vísir/Getty Eddie Howe, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United, ber enn þá von í brjósti að Alexander Isak verði leikmaður félagsins að yfirstandandi félagsskiptaglugga loknum. Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun. Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira
Howe sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir fyrsta leik liðsins á tímabilinu á morgun gegn Aston Villa. Ekki voru það spurningar um fyrsta leik tímabilsins á morgun sem að voru fyrirferðamestar á fundinum. Eins og við var að búast voru spurningar um framtíð sænska framherjans Alexander Isak sem tóku yfir fundinn en sá ætlar sér ekki að spila aftur fyrir Newcastle og vill fara til Liverpool sem hefur áhuga á kappanum og lagði fram tilboð á sínum tíma sem var hafnað. Isak er ekki í leikmannahópi Newcastle um helgina og Howe segir sína leikmenn þurfa að gleyma honum í leik helgarinnar. „Við þurfum að einbeita okkur að þeim sem eru hér til staðar og ná því besta út úr þeim. Leikmenn eru meðvitaðir um að Isak er ekki hér, einbeiting þeirra verður á að hámarka getu sína.“ Þrátt fyrir snúna stöðu vill Howe skiljanlega að Isak verði á einhverjum tímapunkti hluti af leikmannahópi Newcastle United á nýjan leik. „Ég vil að hann spili, vil að hann æfi. Ég hef átt þessi samtöl við Isak en fer ekki út í smáatriði þeirra samtala.“ „Ekki í mínum höndum“ Engin breyting hafi orðið á stöðu Svíans undanfarna daga. „Einbeiting mín hefur verið á að gera mitt lið klárt í baráttuna gegn Aston Villa og að reyna fá nýja leikmenn til liðs við félagið.“ Howe heldur í vonina og býst við því að Isak verði áfram leikmaður félagsins. „Á þessari stundu er það mín tilfinning og hún hefur ekki breyst. Þetta er ekki í mínum höndum en hann er á samningi hér og það er þess vegna sem ég segi þetta.“ Isak væri ekki á þeim stað sem hann er á núna ef ekki væri fyrir Newcastle United. „Ég tel að hann væri ekki búinn að gera eins vel og raun ber vitni ef ekki væri fyrir liðsfélaga hans og stuðningsmennina. Ég tel að hann viti það. Isak er mjög greindur maður og veit að hans velgengni hingað til hefði ekki verið möguleg án Newcastle United.“ Aston Villa tekur á móti Newcastle United í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í leik sem sýndur verður á Sýn Sport í beinni útsendingu klukkan hálf tólf á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Fótbolti Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Enski boltinn Fleiri fréttir Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Sjá meira