Lífið

Bieber fékk sér smók í Skaga­firði

Jón Þór Stefánsson skrifar
Bieber er iðinn í umræddu myndbandi.
Bieber er iðinn í umræddu myndbandi.

Nýtt tónlistarmyndband kanadísku poppstjörnunnar Justins Bieber er tekið upp hér á landi, sér í lagi í Fljótunum í Skagafirði.

Myndbandið er við lagið First Place, sem kom út á nýjustu plötu hans SWAG.

Í myndbandinu, sem er birt í svarthvítu og einkennist af hröðum klippingum héðan og þaðan, sést Bieber njóta nátúrunnar, skemmta sér á hjóli, snjóbretti og við ýmislegt annað. Hann sést líka vinna, að því er virðist, að tónlist.

Þá er hann iðinn við reykingar í myndbandinu og sést meðal annars reykja stóra upprúllaða rettu.

Þetta er ekki fyrsta Íslandstenging nýrrar plötu Bieber. Hann birti mynd á Instagram þar sem plötuumslag SWAG sást í Fellsmúlanum.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem myndband popparans sem er tekið hér á landi. Fyrir níu árum kom myndband við lagið I'll Show You sem var tekið víða á Íslandi.


Tengdar fréttir

Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber

Íslenskir aðdáendur kanadíska poppmógúlsins Justin Bieber ráku upp stór augu í kvöld þegar mynd af höfuðstöðvum Hreyfils og fleiri fyrirtækja við Fellsmúla 26 var birt á Instagram síðu hans. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.