Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar 15. ágúst 2025 12:03 Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Sigrún Harðardóttir Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Ég veiddi svolítið hér á árum áður og skil þá sem sækjast í lax- og silungsveiði. Ég skil líka náttúruverndarsjónarmiðin að baki því að vernda íslenska laxastofninn. Fyrir tveimur árum benti ég með blaðagrein á að löggjafinn hefði ákveðið, í reglugerð um fiskeldi, að vísa til norsks staðals frá 2009 um gerð og virkni sjókvíaelda sem ætlað var að hindra strok. Þar sem bæði var til nýrri staðall frá Norðmönnum sem gekk lengra og annar alþjóðlegur sem gekk talsvert lengra líka var þessi reglugerð í ósamræmi við ákvæði laga um fiskeldi sem sögðu til um að vísa ætti til STRÖNGUSTU staðla sem gerðir eru fyrir fiskeldismannvirki á sjó. Nú tveimur árum síðar er enn vísað í þennan staðal frá 2009 í umræddri reglugerð þó reyndar sé breytingartillögu að finna í Samráðsgáttinni þar sem lagt er til að vísa í nýrri útgáfu staðalsins frá 2021. Nýrri útgáfan gengur talsvert lengra og er það vel. Þetta hefur hins vegar tekið allt of langan tíma auk þess sem viðurlögin við brotum á viðhaldi, eftirliti og viðbrögð við stroki eru í besta falli hlægileg. Lagaramminn er í grunninn skítlélegur. 500.000 kr. dagsektir bíta ekki fyrirtæki sem hagnast um milljarða á ári. Í tilviki Arctic Sea Farm í Dýrafirði eru slíkar dagsektir 3.800 daga að éta upp hagnað síðasta árs eða 10 og hálft ár. Þá verður ekki betur séð en að eftirliti sé verulega áfátt og það vekur hreinlega upp spurningar um ásetning. Af hverju smíðar einhver vísvitandi regluverk sem virkar ekki? Er einhver falinn ávinningur í því eða erum við bara svona ógeðslega léleg í að verja okkur og hagsmuni okkar? Ef þetta, og ýmislegt fleira sem finna má að lélegu regluverki og slöppu eftirliti, er ekki spilling, þá er löngu orðið tímabært að stjórnvöld líti í auknum mæli til staðla til að útfæra löggjöfina og tryggja að þær girðingar, sem þó eru reistar, haldi. Gott fyrsta skref væri að byrja á að fylgja kröfunum sem þegar hafa verið gerðar en ekki er fylgt eftir. Það er fjöldi dæma um allt samfélagið þar sem stjórnvöld hafa vísvitandi og af ásetningi veitt afslátt af eðlilegum og lögbundnum, stöðluðum kröfum sem eiga að vernda okkur. Í meðvirkni við hagsmunaaðila sem virðast geta öskrað fram afslátt af öllum fjandanum. Við erum ekkert of góð til að undirgangast sömu kröfur og annars staðar í Evrópu. Það er ekkert náttúrulögmál að hér eigi villta vestrið að ríkja í alls kyns málum eins og raunin er, því það erum alltaf við sem berum áhættuna og kostnaðinn af fúskinu sem af hlýst . Venjulegt fólk. Eða náttúran í tilviki sjókvíaeldis. Það er engin tilviljun að staðlar eru vel metin stjórntæki um allan heim og þær þjóðir sem hafa það að markmiði að tryggja og viðhalda samkeppnishæfni sinni leggja mikið í staðlastarf. Það er engin tilviljun að alþjóðastofnanir eins og WTO, Worldbank, OECD, Sþ og ýmsir fleiri leggja áherslu á staðlanotkun. Það er engin tilviljun að Evrópusambandið notar staðla markvisst sem hluta löggjafar til að tryggja öryggi fólks, neytendavernd, líf og limi. Á Íslandi er hins vegar oft látið eins og um sé að ræða leiðindamál sem menn eru dyggilega aðstoðaðir við að komast undan. Og þess vegna er fúsk landlægt hér á mörgum sviðum atvinnulífsins sem skaðar okkur þegar til lengri tíma er litið. Örfáir græða hins vegar á þessum veigamiklu afsláttum stjórnvalda. Höfundur er framkvæmdastjóri Staðlaráðs Íslands.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar