Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 15:13 DAníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm. Vísir/Vilhelm Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir fyrirtækið ekki hafa vitað af gati í sjókví þess í Dýrafirði fyrr en í gær. Undirverktaki hafi tekið mynd af gatinu við eftirlit í byrjun júlí en ekki greint fyrirtækinu frá því. Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum. Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Matvælastofnun tilkynnti um það í gær að gat hafi fundist í sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði og að svo virtist vera sem gatið hafi verið í kvínni í nokkurn tíma. Sjókvíaeldi á Vestfjörðum voru í gær beðin af MAST um að kanna hvort skemmdir væru á kvíum eftir að fjöldi eldislaxa fannst í Haukadalsá í Dalabyggð. Framkvæmi mánaðarlegt eftirlit Daníel Jakobsson forstjóri Arctic Sea Farm segir í samtali við fréttastofu að komist hafi upp um gatið um klukkan eitt í gær og Matvælastofnnun hafi verið tilkynnt það samstundis. „Okkur ber að framkvæma neðansjávareftirlit á þrjátíu daga fresti. Við höfum sannarlega gert það og skilað skýrslum um þau eftirlit til MAST,“ segir Daníel. Ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði Fyrirtækið nýti þjónustu undirverktaka, sem þjónusti fleiri fyrirtæki á svæðinu, sem hafi áralanga reynslu. „Þegar MAST beinir því til okkar að ahthuga þær staðsetningar sem eru með fiska af þessari stærð förum við að rúlla yfir þetta og sjáum skýrslu frá eftirliti 3. júlí, sem er gerð í tengslum við það að við erum að slátra upp úr kvínni. Þá kemur fram í texta skýrslunnar að ekkert gat sé á henni en á myndum sem fylgja sést gatið,“ segir Daníel. „Þannig að við tilkynnum ekki um gatið vegna þess að okkur hafði ekki verið tilkynnt þetta frá þessum undirverktaka. Það eru engar vísbendingar um að fiskur hafi sloppið frá okkur. Við höfum ekki orðið vör við fisk í Dýrafirði eða í ám á Vestfjörðum.“ Hann segir fyrirtækið fylgjast vel með og auðvitað sé alltaf alvarlegt þegar eldisfiskur finnist í ám. „Þetta virðist reyndar að mestu vera hnúðlax. En einn eldisfiskur er meira en við viljum og nú er vinna í gangi með þartilbærum eftirlitsaðilum að upplýsa málið.“ Tilkynning barst frá Fiskistofu nú síðdegis um að langflestir eldislaxanna hafi reynst vera hnúðlaxar við nánari skoðun. Slíkir laxar eru ekki ræktaðir í sjókvíum hér við land. Næstu daga muni eftirlitsmenn Fiskistofu athuga nærliggjandi ár með drónum.
Lax Ísafjarðarbær Sjókvíaeldi Dalabyggð Tengdar fréttir „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30 „Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26 „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Formaður veiðifélags á Norðurlandi óttast að eldislaxar, sem fundust í Dalabyggð í gær, berist í fleiri ár. Hann segir slysasleppinguna umhverfisslys og stjórnvöld verði að bregðast við. 15. ágúst 2025 12:30
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14. ágúst 2025 20:26
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Eftirlitsmaður Fiskistofu telur sig hafa séð hundrað eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag. Sviðsstjóri hjá Fiskistofu segir að ef rétt reynist sé um stærsta einstaka tilvik eldislaxa í laxveiðiá að ræða. Gat fannst á sjókví Arctic Sea Farm í Dýrafirði. 14. ágúst 2025 19:16