Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. ágúst 2025 18:45 Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu, segir mikilvægt að foreldrar ræði þessi mál af yfirvegun við börnin sín og hjálpi þeim að skilja hvað sé góð og slæm snerting. Vísir/Arnar Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta miðvikudags grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum sem hann vinnur á. Brotið átti sér stað á skólatíma í leikskólanum Múlaborg í Ármúla og vaknaði um það grunur á þriðjudag. Barnið sjálft tilkynnti foreldrum sínum það, sem höfðu samband við lögreglu. Fræðsla í ró mikilvæg Foreldrar annarra barna á leikskólanum voru upplýst um málið með bréfi í morgun. Þá hafa fagstjórar leikskóla verið í Múlaborg í dag til að taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða við þau. Ráðgjafar mannauðsþjónustu skóla- og frístundasviðs hafa eins stutt við starfsfólk leikskólans í dag og í gær. „Það er mjög mikilvægt að foreldrar haldi ró sinni. Það er gott að byrja á því að tala við börnin um það hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Hvað eru góðar snertingar og hvað eru slæmar snertingar,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Foreldrar barna á Múlaborg fengu veður af brotinu í morgun.Vísir/Anton Brink Gott sé að byrja á að ræða við börnin og sjá hvort upp komi í samtalinu eitthvað frá börnunum sem vekji frekari spurningar. „Samtalið getur verið í formið þess að tala um að enginn megi koma við einkastaðina nema þau þurfi hjálp. Það er þá typpi, píka og rass og mikilvægt að foreldrar noti þau orð í samtalinu sem þau eru vön að nota um þessa staði. Og nauðsynlegt að halda ró sinni. Því um leið og það er komin upp streita í samtalinu þá skynja börnin það strax,“ segir Ólöf Ásta. Ung börn skilji ekki alvarleikann Þá beri að hafa í huga að börn, sérstaklega ung börn, séu mjög hrifgjörn og sefnæm. „Þá byrja þau að þóknast foreldrunum og segja: Já, ég þekki, ég skil. Þau gera það, þau játa þegar þau eru spurð. Þannig að ég myndi byrja alltaf á fræðslu.“ Komi upp grunur um kynferðisofbeldi megi alltaf hafa samband við sérfræðinga á vegum barnaverndaryfirvalda. Eins sé mikilvægt fyrir foreldra að þekkja einkenni kynferðisofbeldis, sér í lagi hjá börnum sem ekki geta tjáð sig að fullu. „Ung börn, sérstaklega yngri en sex ára skilja ekki alveg hvað er að gerast og átta sig ekki endilega á alvarleika málsins. Það sem er gott fyrir foreldra að taka eftir er hvort það verði einhverjar miklar hegðunarbreytingar. Það getur verið í formi þess að börn verði grátgjörn, neiti til dæmis að fara í leikskólann, þau verði agressív gagnvart eigin kynfærum,“ segir Ólöf. „En það þurfa að vera fleiri en ein einkenni sem koma upp. Eitt einkenni er ekki endilega merki um að þau hafi orðið fyrir einhverju.“ Nauðsynlegt að börnin viti hvenær eigi að segja frá Ólöf nefnir að ekki sé gott að þráspyrja börnin og spyrja þau lokaðra spurninga, með já og nei svörum. Oft þurfi að setja fræðslu í einfaldari búning, kenna börnum að taka saman höndum og leggja niður við klofið - allt sem er innan þríhyrningsins sem myndast megi tala um sem einkasvæði. „Svo bara halda áfram að kenna þeim það hvað eru góðar snertingar og slæmar, og jafnvel bara prófa það. Klípa barnið og spyrja hvort þetta sé góð snerting eða slæm. Hjálpa þeim að skilgreina,“ segir Ólöf og bætir við að hvetja þurfi börnin að segja frá. „Ef einhver kemur við þig eða er með vonda snertingu við þig þá áttu endilega að segja mömmu frá eða pabba frá.“ Foreldrum barna við Múlaborg verður boðið að hringja í deildarstjóra barna- og fjölskyldumála sem starfar hjá Reykjavíkurborg á ákveðnum tíma á morgun ef þau vilja ræða upplifun sína vegna málsins. Ef fólk hefur áhyggjur af sínu barni hefur verið bent á ráðgjafa á símavakt barnaverndar og lögreglu. Nánari upplýsingar og fræðslunámskeið um einkenni kynferðisofbeldis gegn börnum og forvarnarfræðslu má finna á veg Barna- og fjölskyldustofu. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Reykjavík Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25 Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi. 15. ágúst 2025 10:19 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til næsta miðvikudags grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum sem hann vinnur á. Brotið átti sér stað á skólatíma í leikskólanum Múlaborg í Ármúla og vaknaði um það grunur á þriðjudag. Barnið sjálft tilkynnti foreldrum sínum það, sem höfðu samband við lögreglu. Fræðsla í ró mikilvæg Foreldrar annarra barna á leikskólanum voru upplýst um málið með bréfi í morgun. Þá hafa fagstjórar leikskóla verið í Múlaborg í dag til að taka á móti foreldrum og forráðamönnum og ræða við þau. Ráðgjafar mannauðsþjónustu skóla- og frístundasviðs hafa eins stutt við starfsfólk leikskólans í dag og í gær. „Það er mjög mikilvægt að foreldrar haldi ró sinni. Það er gott að byrja á því að tala við börnin um það hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Hvað eru góðar snertingar og hvað eru slæmar snertingar,“ segir Ólöf Ásta Farestveit, forstjóri Barna- og fjölskyldustofu. Foreldrar barna á Múlaborg fengu veður af brotinu í morgun.Vísir/Anton Brink Gott sé að byrja á að ræða við börnin og sjá hvort upp komi í samtalinu eitthvað frá börnunum sem vekji frekari spurningar. „Samtalið getur verið í formið þess að tala um að enginn megi koma við einkastaðina nema þau þurfi hjálp. Það er þá typpi, píka og rass og mikilvægt að foreldrar noti þau orð í samtalinu sem þau eru vön að nota um þessa staði. Og nauðsynlegt að halda ró sinni. Því um leið og það er komin upp streita í samtalinu þá skynja börnin það strax,“ segir Ólöf Ásta. Ung börn skilji ekki alvarleikann Þá beri að hafa í huga að börn, sérstaklega ung börn, séu mjög hrifgjörn og sefnæm. „Þá byrja þau að þóknast foreldrunum og segja: Já, ég þekki, ég skil. Þau gera það, þau játa þegar þau eru spurð. Þannig að ég myndi byrja alltaf á fræðslu.“ Komi upp grunur um kynferðisofbeldi megi alltaf hafa samband við sérfræðinga á vegum barnaverndaryfirvalda. Eins sé mikilvægt fyrir foreldra að þekkja einkenni kynferðisofbeldis, sér í lagi hjá börnum sem ekki geta tjáð sig að fullu. „Ung börn, sérstaklega yngri en sex ára skilja ekki alveg hvað er að gerast og átta sig ekki endilega á alvarleika málsins. Það sem er gott fyrir foreldra að taka eftir er hvort það verði einhverjar miklar hegðunarbreytingar. Það getur verið í formi þess að börn verði grátgjörn, neiti til dæmis að fara í leikskólann, þau verði agressív gagnvart eigin kynfærum,“ segir Ólöf. „En það þurfa að vera fleiri en ein einkenni sem koma upp. Eitt einkenni er ekki endilega merki um að þau hafi orðið fyrir einhverju.“ Nauðsynlegt að börnin viti hvenær eigi að segja frá Ólöf nefnir að ekki sé gott að þráspyrja börnin og spyrja þau lokaðra spurninga, með já og nei svörum. Oft þurfi að setja fræðslu í einfaldari búning, kenna börnum að taka saman höndum og leggja niður við klofið - allt sem er innan þríhyrningsins sem myndast megi tala um sem einkasvæði. „Svo bara halda áfram að kenna þeim það hvað eru góðar snertingar og slæmar, og jafnvel bara prófa það. Klípa barnið og spyrja hvort þetta sé góð snerting eða slæm. Hjálpa þeim að skilgreina,“ segir Ólöf og bætir við að hvetja þurfi börnin að segja frá. „Ef einhver kemur við þig eða er með vonda snertingu við þig þá áttu endilega að segja mömmu frá eða pabba frá.“ Foreldrum barna við Múlaborg verður boðið að hringja í deildarstjóra barna- og fjölskyldumála sem starfar hjá Reykjavíkurborg á ákveðnum tíma á morgun ef þau vilja ræða upplifun sína vegna málsins. Ef fólk hefur áhyggjur af sínu barni hefur verið bent á ráðgjafa á símavakt barnaverndar og lögreglu. Nánari upplýsingar og fræðslunámskeið um einkenni kynferðisofbeldis gegn börnum og forvarnarfræðslu má finna á veg Barna- og fjölskyldustofu.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Reykjavík Lögreglumál Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Tengdar fréttir „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40 Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25 Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi. 15. ágúst 2025 10:19 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fleiri fréttir Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna liggur niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Sjá meira
„Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, furðar sig á því að foreldrum barna á leikskólanum Múlaborg hafi ekki verið boðinn fundur með leikskólastjóra og starfsfólk skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar fyrr en á mánudag um kynferðisbrot sem kom upp á leikskólanum í vikunni. Starfsfólk borgarinnar hefur verið á leikskólanum í dag og mun foreldrum standa til boða að heyra í deildarstjóra um helgina. 15. ágúst 2025 14:40
Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. 15. ágúst 2025 13:25
Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi. 15. ágúst 2025 10:19
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent