„Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. ágúst 2025 09:00 Annette Lassen tekur við stöðu prófessors á Árnasafni í Kaupmannahöfn í haust. Vísir/Anton Brink Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum. Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu. Inn úr ekta danskri hellidembu gengur undirritaður inn á Árnasafn í Kaupmannahöfn. Í nýlegu glerhýsi á hugvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla er nefnilega ágætt hlutfall bókmenntaarfs Íslendinga haldið enn þann dag í dag. Tilefnið var heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta og Friðriks X Danakonungs í handritageymsluna. Tröppurnar leiddu upp á fjórðu hæð og þar tók á móti íslensku blaðamönnunum grannvaxin, skolhærð kona sem bauð okkur velkomin. Undirritaður tók strax eftir hve sterkan norðlenskan hreim hún hafði og gerði strax ráð fyrir að hún væri Dalvíkingur eða Svarfdælingur. Hér sýnir Annette forsetahjónunum og konungshjónunum Reykjabók, eitt elsta handrita Njálu.Konungsfjölskylda Danmerkur Undirritaður vakti athygli á því á kaffistofunni sem íslensku og dönsku blaðamönnunum var smalað inn í í aðdraganda komu tignu gestanna hvað það væri gaman að heyra harðmælið ómþýða eftir nokkurra mánaða dvöl í landi baunakóngsins, við litlar undirtektir. Enginn starfsmaður Árnasafns kannaðist við að Svarfdælingur væri á meðal þeirra. Við frekari eftirgrennslan reyndist grannvaxna konan enda ekkert vera frá Norðurlandi, heldur Jótlandi. Á Jótlandi fæddist hún og ólst upp án nokkurs sambands við eyjuna vindbörðu í norðri, en í dag stundar hún brautryðjandi rannsóknir á sviði íslenskra fornbókmennta og þýðir metsöluskáldsögur af hinu ástkæra ylhýra og yfir á móðurmál sitt, dönsku, þó erfitt sé að gera upp á milli þeirra hvort sé móðurmálið við fyrstu kynni. Örlagaríkar menningarsíður Weekendavisen Annette Lassen hitti undirritaðan á Kaffihúsi Vesturbæjar en hún dvelur í Vesturbæ yfir sumartímann ásamt manni sínum sem er íslenskur. Hún mátti varla við því að slíta sig frá störfum sínum en hún er um þessar mundir önnum kafin við að skrifa öndvegisrit um hlutverk kvenna í fornsögunum. Hún dvelur til skiptis á Amákri í Kaupmannahöfn þar sem hún starfar við rannsóknir á Árnasafni og í vesturbæ Reykjavíkur þar sem hún sinnir skrifum og þýðingum, bæði á fornsögum Íslands og Norðurlandanna og íslenskum nútímahöfundum á borð við Sigríði Hagalín og Halldór Laxness. Í vetur gefur forlagið Lindhart og Ringhof út Hamingju þessa heims eftir Sigríði Hagalín í danskri þýðingu Annette. Lesendum til hugsvölunar þvær Annette vandlega á sér hendurnar áður en hún handleikur þjóðargersemarnar.Gyldendal/Sigurður Stefán Jónsson Bæði í Kaupmannahöfn og í Reykjavík býr hún með eiginmanni sínum, Gottskálki Jenssyni, sem er dósent við norrænudeild Kaupmannahafnarháskóla. Þau eiga saman tvær dætur, þær Ragnhildi og Ellen, og Annette segir fjölskylduna alla tíð hafa verið með annan fótinn í Kaupmannahöfn, hinni gömlu höfuðborg Íslands, og hinn í Reykjavík, hinni nýju. Annette hafði enga tengingu við Ísland á uppeldisárunum á Jótlandi. Hún, líkt og flestir Danir, hafði litla þekkingu um frændur sína í norðri. Fyrstu kynni hennar af Íslandi voru að læra af því að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið kjörin forseti, fyrst kvenna, en lengst af hafði hún ekkert í hyggju að dvelja neinum langdvölum hér. Annette ólst upp á menningarheimili og hafði alla tíð brennandi áhuga á bókmenntum og það leiddi hana til Kaupmannahafnar þar sem hún hóf nám við dönskudeildina. Einn góðan veðurdag tók hún sér frí frá lestrinum og fór í sumarbústað foreldra sinna á Jótlandi. Þar sat hún í makindum sínum í sófanum og blaðaði í Weekendavisen þegar hún rak augun í nokkuð sem átti eftir að gjörbreyta stefnu lífs hennar og ferils. Og þar hefst okkar saga. Óútskýranlegt aðdráttarafl Einars Más Það sem Annette sá á menningarsíðum Weekendavisen árið 1995 var útdráttur úr Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Bókin kom út árið 1993 og öðlaðist strax viðurkenningu sem nútímameistaraverk á Íslandi. Árið 1995 hlaut bókin bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og var þá þýdd á dönsku. Í tilefni af útgáfunni birtist kafli úr danskri þýðingu Eriks Skyum-Nielsen og Annette varð strax hugfangin. Kannski væri heltekinn réttara orð því þau jólin fékk hún bókina í jólagjöf, spændi hana í sig og fastréð að læra íslensku. Vorið 1996 skráði Annette sig í námskeið í fornmálinu við Kaupmannahafnarháskóla. Henni hundleiddist dönskunámið en hreifst fljótt af íslenskunni. Fornmálið heillaði hana upp úr skónum og þá var ekki aftur snúið. Eftir að hafa lokið því námskeiði með stæl tók hún námskeið í nútímaíslensku hjá Bergljótu Kristjánsdóttur sem þá var lektor í íslensku í Kaupmannahöfn. Óhætt er að segja að Óli, Páll, Pétur og Viktor hafi haft áhrif á Annette.Skjáskot „Ég var ákveðin í að vilja læra tungumálið. Það var eitthvað aðdráttarafl sem ég get ekki útskýrt. Þetta breytti að mörgu leyti lífi mínu,“ segir Annette. Samhliða formlega náminu í háskólanum sótti hún einnig óformlegt nám hjá íslenskri stelpu sem var að læra dýralækningar við sama háskóla. Óformlegt nám er reyndar ekki hugtakið sem hún notar, hún segir um fyrirkomulagið: „Ég borgaði henni fyrir að hlusta á mig tala.“ Annette spændi í sig íslenskar bækur og keypti sér bækur bæði í íslenskri útgáfu og danskri þýðingu svo hún gæti lesið þær samtímis og sporðrennt orðaforða án þess að þurfa að basla við að fletta upp í orðabókum. Þannig liðu mánuðirnir við spjalltíma heima hjá dýralæknanemanum og við að húka yfir stöflum af tveimur eintökum sömu bókarinnar með beygingartöflur nafnorða og sagna límdar á vegginn fyrir ofan skrifborðið. Hún þurfti nefnilega að hafa hraðann á enda hafði hún skráð sig í skiptinám í Háskóla Íslands um haustið þar sem allt námið fór fram á íslensku. Æsir, Vanir og misheppnað vinnustaðarástarævintýri Haustið 1997 kemur Annette til Reykjavíkur í fyrsta sinn. Hún kom sér fyrir og vandist fljótt dimmum og illa loftræstum göngum Árnagarðs. Við komuna til Íslands hafði hún séð fyrir sér að leggja fyrir sig íslenskar nútímabókmenntir, enda hafði það verið það sem dró hana hingað til að byrja með. Það breyttist þegar hún kynntist fornöldinni í námskeiði Vésteins Ólasonar sem hét Heimildir norrænnar goðafræði. „Það var ferlega spennandi. Ég var náttúrlega þögull nemandi því ég var bara búin að læra íslensku í eitt ár,“ segir hún. Eftir Íslandsdvölina var Annette staðráðin í því að helga líf sitt fornöldinni, miðöldum á Íslandi. Hún fór aftur út til að ljúka meistararitgerð sinni þar sem hún fjallaði um augu og blindu sem í fornsögum og norrænni goðafræði. Af því tilefni vakti hún fyrst athygli íslensks blaðamanns, þessi Dani með annan fótinn í íslenskum miðöldum, og hún ræddi meistaraverkefnið sitt í viðtali við DV. Þegar hún hafði skilað ritgerðinni sinni fór hún aftur til Íslands. Annette hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2024.Vísir/Anton Brink Hún hafði fengið styrk til að þýða röð fornaldarsagna Norðurlanda, þeirra á meðal Völsunga sögu, Göngu-Hrólfs sögu og Hrólfs sögu Gautrekssonar. Á meðan hún sinnti þýðingarstörfum kenndi hún einnig dönsku og danskar bókmenntir í háskólanum. Það bráðvantaði víst kennara eftir að forveri hennar flúði í hasti til Finnlands eftir misheppnað ástarævintýri. Á þessum tíma fékk Annette einnig tækifæri til að þýða sitt fyrsta nútímaverk þegar hún þýddi Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason á dönsku. En annar fóturinn er alltaf í Danmörku og þegar hún hafði gefið út þýðingar sínar hlaut hún styrk til doktorsnáms við Kaupmannahafnarháskóla þar sem hún skrifaði um Óðin frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni, hvernig kristnir skrifarar miðalda fjalla um Valföðurinn. Kraftaverk á miðöldum Íslands Í dag er Annette alltaf með nóg á sínu bretti. Þýðing hennar á bók Sigríðar Hagalín, Hamingju þessa heims, kemur út í vetur og svo hefur hún einnig þýtt Sölku Völku eftir Halldór Laxness sem Gyldendal gaf út. Hún á sér draum um að endurþýða og -útgefa Kristnihald undir jökli eftir Nóbelsskáldið en segir dönsku forlögin hafa verið treg við það. Hún er því ekki alveg föst í fornöld. Það er annars mikill áhugi í Danmörku á íslenskum bókmenntum að sögn Annette. Íslenskar metsölubækur séu reglulega þýddar en hún samsinnir undirrituðum í því að koma þurfi að því að íslenskur höfundur hreppi bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs bráðum. Þrátt fyrir áhuga hennar og ötult starf í þágu íslenskra nútímabókmennta er hún alltaf á valdi gömlu skinnbókanna. Annette dvelur til skiptis í vesturbæ Reykjavíkur og Kaupmannahöfn.Vísir/Anton Brink „Hún er svo merkileg þessi hefð sem var hérna. Íslendingar fóru víða um heim og kynntu sér evrópskar bókmenntir síns tíma og tóku þær með sér heim, en sköpuðu síðan eitthvað alveg nýtt. Það er kraftaverk,“ segir Annette. Hún segir fornsögur Íslendinga lausar við miðaldamóral, í það minnsta í samanburði við miðaldabókmenntir sumra annarra þjóða. „Þetta eru heimsbókmenntir. Ef maður er að lesa Saxo til dæmis, er hann alltaf að segja sína skoðun. Hann segir manni sem lesanda hvað maður eigi að hugsa um þessa konu eða þennan mann. Og þessi mórall sem kemur fram í verkinu er auðvitað mjög miðaldarlegur. En af því að stíllinn er svo naumur í Íslendingasögunum og fornaldarsögunum er rithöfundur ekki að segja sína skoðun. Það er örsjaldan sem það kemur fyrir að hann segi manni hvernig maður eigi að skilja hvað er að gerast. Það þýðir að við getum lesið þetta í nútímanum og það er engin miðaldarrödd sem segir okkur hvað okkur á að finnast sem fer algjörlega á skjön við skoðanir nútímamanna. Við getum gleymt því hvað rithöfundurinn er að hugsa,“ segir Annette. „Þetta eru íslenskar bókmenntir“ Annette hefur dvalið í Reykjavík þetta sumarið en undir haust kemur hún sér aftur fyrir á litlu skrifstofu sinni á Árnasafni. Það er óhætt að segja að skrifstofa Annette skeri sig örlítið úr á meðal danskra fræðimanna hvað skreytingar varðar. Á veggnum hefur hún límt miða sem á stendur tússað hve mörg íslensk handrit eru í vörslu Dana. Hún Annette lítur nefnilega svo á að fornbókmenntir Íslendinga, séu íslenskar bókmenntir. „Í Kaupmannahöfn eru um 700 íslensk handrit á Árnasafni, þeirra á meðal sum elstu handritin. Þýðingar úr latínu eins og Elucidarius, trúarrit um guðfræði og konungasagnahandritin. Fríssbók líka, þaðan sem káið í kringlu heimsins í vegabréfinu kemur, er í Kaupmannahöfn. Það eru mjög mikilvæg handrit þar. Þegar handritasafninu var skipt í tvær deildir vildu Danir meina að konungasögurnar og Eddukvæðin og allt hitt væru samnorrænn arfur. Og það er náttúrlega bæði satt og ekki satt,“ segir hún. „Það var Snorri sem skrifaði Heimskringlu, það var Oddur Snorrason sem skrifaði fyrstu söguna um Ólaf Tryggvason. Þetta er bara ekki samnorræn hefð, heldur íslenskar bókmenntir,“ bætir hún svo við. Sjónarmið Annette á það hvað telst þjóðararfur og ekki eru framlag hennar til umræðu sem nú fer fram í danska fræðasamfélaginuVísir/Anton Brink Til skýringar slengir Annette fram hugtakinu norrøn, sem á yfirborðinu virðist ansi augljóslega samsvara íslenska orðinu norrænn. Svo er þó ekki. Þarna er um að ræða svokallaðan falskan vin, orð sem er skylt orði í öðru máli og líkist því en hefur þó aðra merkingu. „Þetta merkir ekki það sama á íslensku og dönsku. Þetta þýðir vesturnorrænt [norskt, færeyskt og íslenskt] á dönsku. En þegar maður er að hamra á að Íslendingasögurnar, konungasögurnar, riddarasögurnar, samtíðarsögurnar, fornaldarsögurnar, og svo framvegis, séu norrøne bókmenntir, er það satt en það er ferlega ónákvæmt. Því þetta eru íslenskar bókmenntir. Þetta eru bækur sem voru skrifaðar hérna. Þegar maður kennir tungumál er talað um austurnorræn mál og vesturnorræn, en að segja að fornsögurnar séu norrøne er eins og að segja að Saxo sé austurnorrænn. Þá gæti hann alveg eins verið Svíi,“ segir Annette. Saxo Grammaticus, eða Saxi málspaki eins og hann hefur títt verið nefndur hér á landi, er rómaðasti danski fræðimaður miðalda. Hann skráði fornsögu Danmerkur í sextán bókum verksins Gesta Danorum, Danasaga. Íslendingar eigi að fá heiðurinn Undirritaður getur vel skilið að jafnvel fræðimenn geti ruglað þessum hugtökum öllum saman. En hvaða máli skiptir það hvort bókmenntaverk séu samnorræn eður ei? Fyrir Annette snýst þetta um sanngirni og réttlæti. Ísland miðalda var þvílík vagga fornra fræða og nýrra að það átti sér enga hliðstæðu. Meira að segja Saxi málspaki reit sínar sögur á latínu, og að sögn Annette með talsverðri aðstoð íslenskra sagnamanna. Íslensk skáld og fræðimenn voru eftirsóttir og áhrifamiklir í hirðir allra helstu kónga, jarla og höfðingja Norðurlandanna og víðar. Þær sögur sem Íslendingar skráðu á skinn á Íslandi voru íslenskar sögur, þó að þær fjalli um norska konunga eða hina „samnorrænu“ goðafræði voru þær skrifaðar í íslensku samhengi og út frá íslensku sjónarhorni, af skrifurum sem höfðu kannski aldrei farið til þessara fjarlægu landa sem þeir skrifuðu um. Því væri það ekki einungis fræðilega ónákvæmt að tala um konungasögur sem samnorrænar bókmenntir, heldur svipti það einnig íslenska skrifara, og afkomendur þeirra, heiðri þeirra og rétti. „H.C. Andersen skrifaði skáldsögu, Improvisatoren, sem fjallar um ungan mann sem fer til Ítalíu. Sagan öll gerist á Ítalíu en þetta er ekki ítölsk saga. Eins með Per Olov Enquist sem skrifaði um Struensee. Það er sænsk skáldsaga, hún er ekki dönsk eða þýsk. Þessir Íslendingar eiga að fá heiðurinn af því að hafa skrifað þessar sögur rétt eins og H.C. Andersen á að fá heiðurinn af því að hafa skrifað Improvisatoren og Per Olov Enquist af því að hafa skrifað Líflækninn,“ segir Annette. Fornsaga Dana stutt án aðkomu Íslendinga Ekki nóg með það heldur eiga þessar áðurnefndu perlur danskrar bókmenntasögu, H.C Andersen og Saxi málspaki, sjálfir margt Íslendingum að þakka. Dönsk bókmenntasaga er raunar lituð af því að nema íslenskan bókmenntaarf án þess að hann sé réttilega eignaður Íslendingum. „Danir eru mjög stoltir af Saxo, þetta er langt og mikilvægt verk. En Gesta Danorum væri lítil og mjó bók ef hann hefði ekki haft aðgang að Íslendingum og kvæðum þeirra og sögum. Hann segir í formálanum að „eigi alllítinn hluta af verki þessu hafi [hann] grundvallað á sögum þeirra,““ segir Annette og tekur fram að úrdráttur hafi einkennt málfar miðaldaskrifara. „Það merkir bara mjög mikið af þessu riti, er íslenskt. Það er íslenskum heimildarmönnum að þakka,“ segir hún. „Fornsaga Dana væri mjög stutt ef ekki hefði verið fyrir Íslendingana.“ „Það var danskur fræðimaður sem fór yfir þetta og taldi að ellefu sögur í Saxó væru geríslenskar fornsögur sem hafa ekki varðveist. Íslendingar mættu gera tilkall til Saxo með meiri rétti en Danir til eddukvæða eða konungasagna,“ bætir Annette við. Íslendingum sé þó ekki aðeins að þakka að fornsaga Danmerkur hafi varðveist heldur líka að í dag eigum við sögur um litlu hafmeyjuna, stúlkuna með eldspýturnar og nýju fötin keisarans. „Þegar [H.C. Andersen] fékk styrk fyrir skólagöngu í latínuskólanum var það út af leikriti sem hann skrifaði. Þetta er alveg ótrúlega lélegt leikrit, en í því er spákona sem heitir Vala og málið hennar er hnitmiðað og skýrt og það er taktur í því. Það er völvan sem hann hefur sótt í þýðingu Finns Magnússonar á Völuspá sem var þá nýkomin út. Hann notar lýsingu Finns Magnússonar til að lýsa því hvernig hún lítur út. Það er beint tekið fram í svarinu þegar því var hafnað að setja leikritið á svið, að þrátt fyrir að þetta hafi verið alveg ferlega lélegt leikrit, væri orðræða völvunnar mjög skýr og að þetta sé nýmæli og eitthvað áhugavert. Þannig fékk hann inngöngu. Án menntunar hefði hann aldrei orðið þjóðskáld: þannig getur maður þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen,“ segir Annette. Uppgjör tímabært Málefnið er viðkvæmt. Undirritaður getur staðfest þetta enda var fyrsta afspurn hans af Annette Lassen, pískur kennara í skólastofu í Kaupmannahafnarháskóla um hve „róttækar“ skoðanir hún hefði á handritunum. Kennararnir hafa kannski gleymt því um stundarkorn að í nemendahópnum væru Íslendingar. „Hannah Arendt hélt því fram að háskólafólk væri hrætt. Háskólamenn í Danmörku voru upp til hópa á móti því að skila handritunum heim, þegar handritamálið stóra var mest til umræðu. Jafnvel það að segja að þau séu þjóðararfur Íslendinga stuðaði sumt fólk. Þetta var og er jafnvel enn viðkvæmt mál,“ segir Annette. Alls vér erum einnar tungu, áletrunin sem prýðir suðurhlið Eddu, er úr Fyrstu málfræðiritgerðinni. Hún er varðveitt í Ormsbók sem er ekki geymd í Eddu, heldur í Kaupmannahöfn.Árnastofnun Ljóst er að handritin eru henni hjartans mál. En þegar hluti handritasafnsins var sendur til Íslands, þá var sú ákvörðun tekin af þjóðþinginu og ekki af háskólamönnum. „Kannski mættu Danir læra meira af sögu sinni og sambandi sínu við aðrar þjóðir. Á þetta mætti leggja meiri áherslu í skólum. Við erum hálfíslensk fjölskylda og systurdóttir mín kom hingað í heimsókn í fyrra. Hún vissi ekki um sögu Íslands og Danmerkur. Hún er að læra lögfræði,“ segir Annette. Enn eru um 700 handrit á Árnasafni og kannski önnur þúsund í Konungsbókhlöðunni og þeim sinnir Annette Lassen og kollegar hennar á Árnasafni af alúð og natni. Íslendingum hefur tekist að endurheimta 1666 handrit frá árinu 1971 þegar stærstu fjársjóðum íslenskra miðalda, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða, var skilað. Hvort Annette elti þau einhvern daginn endanlega heim til Íslands er á borði stjórnmálamanna, ekki fræðimanna. „Það eru forréttindi og ekki neitt sjálfsagt, siðferðilega séð, að mega geyma menningararf annarra þjóða,“ segir Annette Lassen prófessor á Árnasafni. Íslensk fræði Íslensk tunga Danmörk Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Inn úr ekta danskri hellidembu gengur undirritaður inn á Árnasafn í Kaupmannahöfn. Í nýlegu glerhýsi á hugvísindadeild Kaupmannahafnarháskóla er nefnilega ágætt hlutfall bókmenntaarfs Íslendinga haldið enn þann dag í dag. Tilefnið var heimsókn Höllu Tómasdóttur forseta og Friðriks X Danakonungs í handritageymsluna. Tröppurnar leiddu upp á fjórðu hæð og þar tók á móti íslensku blaðamönnunum grannvaxin, skolhærð kona sem bauð okkur velkomin. Undirritaður tók strax eftir hve sterkan norðlenskan hreim hún hafði og gerði strax ráð fyrir að hún væri Dalvíkingur eða Svarfdælingur. Hér sýnir Annette forsetahjónunum og konungshjónunum Reykjabók, eitt elsta handrita Njálu.Konungsfjölskylda Danmerkur Undirritaður vakti athygli á því á kaffistofunni sem íslensku og dönsku blaðamönnunum var smalað inn í í aðdraganda komu tignu gestanna hvað það væri gaman að heyra harðmælið ómþýða eftir nokkurra mánaða dvöl í landi baunakóngsins, við litlar undirtektir. Enginn starfsmaður Árnasafns kannaðist við að Svarfdælingur væri á meðal þeirra. Við frekari eftirgrennslan reyndist grannvaxna konan enda ekkert vera frá Norðurlandi, heldur Jótlandi. Á Jótlandi fæddist hún og ólst upp án nokkurs sambands við eyjuna vindbörðu í norðri, en í dag stundar hún brautryðjandi rannsóknir á sviði íslenskra fornbókmennta og þýðir metsöluskáldsögur af hinu ástkæra ylhýra og yfir á móðurmál sitt, dönsku, þó erfitt sé að gera upp á milli þeirra hvort sé móðurmálið við fyrstu kynni. Örlagaríkar menningarsíður Weekendavisen Annette Lassen hitti undirritaðan á Kaffihúsi Vesturbæjar en hún dvelur í Vesturbæ yfir sumartímann ásamt manni sínum sem er íslenskur. Hún mátti varla við því að slíta sig frá störfum sínum en hún er um þessar mundir önnum kafin við að skrifa öndvegisrit um hlutverk kvenna í fornsögunum. Hún dvelur til skiptis á Amákri í Kaupmannahöfn þar sem hún starfar við rannsóknir á Árnasafni og í vesturbæ Reykjavíkur þar sem hún sinnir skrifum og þýðingum, bæði á fornsögum Íslands og Norðurlandanna og íslenskum nútímahöfundum á borð við Sigríði Hagalín og Halldór Laxness. Í vetur gefur forlagið Lindhart og Ringhof út Hamingju þessa heims eftir Sigríði Hagalín í danskri þýðingu Annette. Lesendum til hugsvölunar þvær Annette vandlega á sér hendurnar áður en hún handleikur þjóðargersemarnar.Gyldendal/Sigurður Stefán Jónsson Bæði í Kaupmannahöfn og í Reykjavík býr hún með eiginmanni sínum, Gottskálki Jenssyni, sem er dósent við norrænudeild Kaupmannahafnarháskóla. Þau eiga saman tvær dætur, þær Ragnhildi og Ellen, og Annette segir fjölskylduna alla tíð hafa verið með annan fótinn í Kaupmannahöfn, hinni gömlu höfuðborg Íslands, og hinn í Reykjavík, hinni nýju. Annette hafði enga tengingu við Ísland á uppeldisárunum á Jótlandi. Hún, líkt og flestir Danir, hafði litla þekkingu um frændur sína í norðri. Fyrstu kynni hennar af Íslandi voru að læra af því að Vigdís Finnbogadóttir hefði verið kjörin forseti, fyrst kvenna, en lengst af hafði hún ekkert í hyggju að dvelja neinum langdvölum hér. Annette ólst upp á menningarheimili og hafði alla tíð brennandi áhuga á bókmenntum og það leiddi hana til Kaupmannahafnar þar sem hún hóf nám við dönskudeildina. Einn góðan veðurdag tók hún sér frí frá lestrinum og fór í sumarbústað foreldra sinna á Jótlandi. Þar sat hún í makindum sínum í sófanum og blaðaði í Weekendavisen þegar hún rak augun í nokkuð sem átti eftir að gjörbreyta stefnu lífs hennar og ferils. Og þar hefst okkar saga. Óútskýranlegt aðdráttarafl Einars Más Það sem Annette sá á menningarsíðum Weekendavisen árið 1995 var útdráttur úr Englum alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson. Bókin kom út árið 1993 og öðlaðist strax viðurkenningu sem nútímameistaraverk á Íslandi. Árið 1995 hlaut bókin bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs og var þá þýdd á dönsku. Í tilefni af útgáfunni birtist kafli úr danskri þýðingu Eriks Skyum-Nielsen og Annette varð strax hugfangin. Kannski væri heltekinn réttara orð því þau jólin fékk hún bókina í jólagjöf, spændi hana í sig og fastréð að læra íslensku. Vorið 1996 skráði Annette sig í námskeið í fornmálinu við Kaupmannahafnarháskóla. Henni hundleiddist dönskunámið en hreifst fljótt af íslenskunni. Fornmálið heillaði hana upp úr skónum og þá var ekki aftur snúið. Eftir að hafa lokið því námskeiði með stæl tók hún námskeið í nútímaíslensku hjá Bergljótu Kristjánsdóttur sem þá var lektor í íslensku í Kaupmannahöfn. Óhætt er að segja að Óli, Páll, Pétur og Viktor hafi haft áhrif á Annette.Skjáskot „Ég var ákveðin í að vilja læra tungumálið. Það var eitthvað aðdráttarafl sem ég get ekki útskýrt. Þetta breytti að mörgu leyti lífi mínu,“ segir Annette. Samhliða formlega náminu í háskólanum sótti hún einnig óformlegt nám hjá íslenskri stelpu sem var að læra dýralækningar við sama háskóla. Óformlegt nám er reyndar ekki hugtakið sem hún notar, hún segir um fyrirkomulagið: „Ég borgaði henni fyrir að hlusta á mig tala.“ Annette spændi í sig íslenskar bækur og keypti sér bækur bæði í íslenskri útgáfu og danskri þýðingu svo hún gæti lesið þær samtímis og sporðrennt orðaforða án þess að þurfa að basla við að fletta upp í orðabókum. Þannig liðu mánuðirnir við spjalltíma heima hjá dýralæknanemanum og við að húka yfir stöflum af tveimur eintökum sömu bókarinnar með beygingartöflur nafnorða og sagna límdar á vegginn fyrir ofan skrifborðið. Hún þurfti nefnilega að hafa hraðann á enda hafði hún skráð sig í skiptinám í Háskóla Íslands um haustið þar sem allt námið fór fram á íslensku. Æsir, Vanir og misheppnað vinnustaðarástarævintýri Haustið 1997 kemur Annette til Reykjavíkur í fyrsta sinn. Hún kom sér fyrir og vandist fljótt dimmum og illa loftræstum göngum Árnagarðs. Við komuna til Íslands hafði hún séð fyrir sér að leggja fyrir sig íslenskar nútímabókmenntir, enda hafði það verið það sem dró hana hingað til að byrja með. Það breyttist þegar hún kynntist fornöldinni í námskeiði Vésteins Ólasonar sem hét Heimildir norrænnar goðafræði. „Það var ferlega spennandi. Ég var náttúrlega þögull nemandi því ég var bara búin að læra íslensku í eitt ár,“ segir hún. Eftir Íslandsdvölina var Annette staðráðin í því að helga líf sitt fornöldinni, miðöldum á Íslandi. Hún fór aftur út til að ljúka meistararitgerð sinni þar sem hún fjallaði um augu og blindu sem í fornsögum og norrænni goðafræði. Af því tilefni vakti hún fyrst athygli íslensks blaðamanns, þessi Dani með annan fótinn í íslenskum miðöldum, og hún ræddi meistaraverkefnið sitt í viðtali við DV. Þegar hún hafði skilað ritgerðinni sinni fór hún aftur til Íslands. Annette hlaut íslenskan ríkisborgararétt árið 2024.Vísir/Anton Brink Hún hafði fengið styrk til að þýða röð fornaldarsagna Norðurlanda, þeirra á meðal Völsunga sögu, Göngu-Hrólfs sögu og Hrólfs sögu Gautrekssonar. Á meðan hún sinnti þýðingarstörfum kenndi hún einnig dönsku og danskar bókmenntir í háskólanum. Það bráðvantaði víst kennara eftir að forveri hennar flúði í hasti til Finnlands eftir misheppnað ástarævintýri. Á þessum tíma fékk Annette einnig tækifæri til að þýða sitt fyrsta nútímaverk þegar hún þýddi Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason á dönsku. En annar fóturinn er alltaf í Danmörku og þegar hún hafði gefið út þýðingar sínar hlaut hún styrk til doktorsnáms við Kaupmannahafnarháskóla þar sem hún skrifaði um Óðin frá bókmenntafræðilegu sjónarhorni, hvernig kristnir skrifarar miðalda fjalla um Valföðurinn. Kraftaverk á miðöldum Íslands Í dag er Annette alltaf með nóg á sínu bretti. Þýðing hennar á bók Sigríðar Hagalín, Hamingju þessa heims, kemur út í vetur og svo hefur hún einnig þýtt Sölku Völku eftir Halldór Laxness sem Gyldendal gaf út. Hún á sér draum um að endurþýða og -útgefa Kristnihald undir jökli eftir Nóbelsskáldið en segir dönsku forlögin hafa verið treg við það. Hún er því ekki alveg föst í fornöld. Það er annars mikill áhugi í Danmörku á íslenskum bókmenntum að sögn Annette. Íslenskar metsölubækur séu reglulega þýddar en hún samsinnir undirrituðum í því að koma þurfi að því að íslenskur höfundur hreppi bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs bráðum. Þrátt fyrir áhuga hennar og ötult starf í þágu íslenskra nútímabókmennta er hún alltaf á valdi gömlu skinnbókanna. Annette dvelur til skiptis í vesturbæ Reykjavíkur og Kaupmannahöfn.Vísir/Anton Brink „Hún er svo merkileg þessi hefð sem var hérna. Íslendingar fóru víða um heim og kynntu sér evrópskar bókmenntir síns tíma og tóku þær með sér heim, en sköpuðu síðan eitthvað alveg nýtt. Það er kraftaverk,“ segir Annette. Hún segir fornsögur Íslendinga lausar við miðaldamóral, í það minnsta í samanburði við miðaldabókmenntir sumra annarra þjóða. „Þetta eru heimsbókmenntir. Ef maður er að lesa Saxo til dæmis, er hann alltaf að segja sína skoðun. Hann segir manni sem lesanda hvað maður eigi að hugsa um þessa konu eða þennan mann. Og þessi mórall sem kemur fram í verkinu er auðvitað mjög miðaldarlegur. En af því að stíllinn er svo naumur í Íslendingasögunum og fornaldarsögunum er rithöfundur ekki að segja sína skoðun. Það er örsjaldan sem það kemur fyrir að hann segi manni hvernig maður eigi að skilja hvað er að gerast. Það þýðir að við getum lesið þetta í nútímanum og það er engin miðaldarrödd sem segir okkur hvað okkur á að finnast sem fer algjörlega á skjön við skoðanir nútímamanna. Við getum gleymt því hvað rithöfundurinn er að hugsa,“ segir Annette. „Þetta eru íslenskar bókmenntir“ Annette hefur dvalið í Reykjavík þetta sumarið en undir haust kemur hún sér aftur fyrir á litlu skrifstofu sinni á Árnasafni. Það er óhætt að segja að skrifstofa Annette skeri sig örlítið úr á meðal danskra fræðimanna hvað skreytingar varðar. Á veggnum hefur hún límt miða sem á stendur tússað hve mörg íslensk handrit eru í vörslu Dana. Hún Annette lítur nefnilega svo á að fornbókmenntir Íslendinga, séu íslenskar bókmenntir. „Í Kaupmannahöfn eru um 700 íslensk handrit á Árnasafni, þeirra á meðal sum elstu handritin. Þýðingar úr latínu eins og Elucidarius, trúarrit um guðfræði og konungasagnahandritin. Fríssbók líka, þaðan sem káið í kringlu heimsins í vegabréfinu kemur, er í Kaupmannahöfn. Það eru mjög mikilvæg handrit þar. Þegar handritasafninu var skipt í tvær deildir vildu Danir meina að konungasögurnar og Eddukvæðin og allt hitt væru samnorrænn arfur. Og það er náttúrlega bæði satt og ekki satt,“ segir hún. „Það var Snorri sem skrifaði Heimskringlu, það var Oddur Snorrason sem skrifaði fyrstu söguna um Ólaf Tryggvason. Þetta er bara ekki samnorræn hefð, heldur íslenskar bókmenntir,“ bætir hún svo við. Sjónarmið Annette á það hvað telst þjóðararfur og ekki eru framlag hennar til umræðu sem nú fer fram í danska fræðasamfélaginuVísir/Anton Brink Til skýringar slengir Annette fram hugtakinu norrøn, sem á yfirborðinu virðist ansi augljóslega samsvara íslenska orðinu norrænn. Svo er þó ekki. Þarna er um að ræða svokallaðan falskan vin, orð sem er skylt orði í öðru máli og líkist því en hefur þó aðra merkingu. „Þetta merkir ekki það sama á íslensku og dönsku. Þetta þýðir vesturnorrænt [norskt, færeyskt og íslenskt] á dönsku. En þegar maður er að hamra á að Íslendingasögurnar, konungasögurnar, riddarasögurnar, samtíðarsögurnar, fornaldarsögurnar, og svo framvegis, séu norrøne bókmenntir, er það satt en það er ferlega ónákvæmt. Því þetta eru íslenskar bókmenntir. Þetta eru bækur sem voru skrifaðar hérna. Þegar maður kennir tungumál er talað um austurnorræn mál og vesturnorræn, en að segja að fornsögurnar séu norrøne er eins og að segja að Saxo sé austurnorrænn. Þá gæti hann alveg eins verið Svíi,“ segir Annette. Saxo Grammaticus, eða Saxi málspaki eins og hann hefur títt verið nefndur hér á landi, er rómaðasti danski fræðimaður miðalda. Hann skráði fornsögu Danmerkur í sextán bókum verksins Gesta Danorum, Danasaga. Íslendingar eigi að fá heiðurinn Undirritaður getur vel skilið að jafnvel fræðimenn geti ruglað þessum hugtökum öllum saman. En hvaða máli skiptir það hvort bókmenntaverk séu samnorræn eður ei? Fyrir Annette snýst þetta um sanngirni og réttlæti. Ísland miðalda var þvílík vagga fornra fræða og nýrra að það átti sér enga hliðstæðu. Meira að segja Saxi málspaki reit sínar sögur á latínu, og að sögn Annette með talsverðri aðstoð íslenskra sagnamanna. Íslensk skáld og fræðimenn voru eftirsóttir og áhrifamiklir í hirðir allra helstu kónga, jarla og höfðingja Norðurlandanna og víðar. Þær sögur sem Íslendingar skráðu á skinn á Íslandi voru íslenskar sögur, þó að þær fjalli um norska konunga eða hina „samnorrænu“ goðafræði voru þær skrifaðar í íslensku samhengi og út frá íslensku sjónarhorni, af skrifurum sem höfðu kannski aldrei farið til þessara fjarlægu landa sem þeir skrifuðu um. Því væri það ekki einungis fræðilega ónákvæmt að tala um konungasögur sem samnorrænar bókmenntir, heldur svipti það einnig íslenska skrifara, og afkomendur þeirra, heiðri þeirra og rétti. „H.C. Andersen skrifaði skáldsögu, Improvisatoren, sem fjallar um ungan mann sem fer til Ítalíu. Sagan öll gerist á Ítalíu en þetta er ekki ítölsk saga. Eins með Per Olov Enquist sem skrifaði um Struensee. Það er sænsk skáldsaga, hún er ekki dönsk eða þýsk. Þessir Íslendingar eiga að fá heiðurinn af því að hafa skrifað þessar sögur rétt eins og H.C. Andersen á að fá heiðurinn af því að hafa skrifað Improvisatoren og Per Olov Enquist af því að hafa skrifað Líflækninn,“ segir Annette. Fornsaga Dana stutt án aðkomu Íslendinga Ekki nóg með það heldur eiga þessar áðurnefndu perlur danskrar bókmenntasögu, H.C Andersen og Saxi málspaki, sjálfir margt Íslendingum að þakka. Dönsk bókmenntasaga er raunar lituð af því að nema íslenskan bókmenntaarf án þess að hann sé réttilega eignaður Íslendingum. „Danir eru mjög stoltir af Saxo, þetta er langt og mikilvægt verk. En Gesta Danorum væri lítil og mjó bók ef hann hefði ekki haft aðgang að Íslendingum og kvæðum þeirra og sögum. Hann segir í formálanum að „eigi alllítinn hluta af verki þessu hafi [hann] grundvallað á sögum þeirra,““ segir Annette og tekur fram að úrdráttur hafi einkennt málfar miðaldaskrifara. „Það merkir bara mjög mikið af þessu riti, er íslenskt. Það er íslenskum heimildarmönnum að þakka,“ segir hún. „Fornsaga Dana væri mjög stutt ef ekki hefði verið fyrir Íslendingana.“ „Það var danskur fræðimaður sem fór yfir þetta og taldi að ellefu sögur í Saxó væru geríslenskar fornsögur sem hafa ekki varðveist. Íslendingar mættu gera tilkall til Saxo með meiri rétti en Danir til eddukvæða eða konungasagna,“ bætir Annette við. Íslendingum sé þó ekki aðeins að þakka að fornsaga Danmerkur hafi varðveist heldur líka að í dag eigum við sögur um litlu hafmeyjuna, stúlkuna með eldspýturnar og nýju fötin keisarans. „Þegar [H.C. Andersen] fékk styrk fyrir skólagöngu í latínuskólanum var það út af leikriti sem hann skrifaði. Þetta er alveg ótrúlega lélegt leikrit, en í því er spákona sem heitir Vala og málið hennar er hnitmiðað og skýrt og það er taktur í því. Það er völvan sem hann hefur sótt í þýðingu Finns Magnússonar á Völuspá sem var þá nýkomin út. Hann notar lýsingu Finns Magnússonar til að lýsa því hvernig hún lítur út. Það er beint tekið fram í svarinu þegar því var hafnað að setja leikritið á svið, að þrátt fyrir að þetta hafi verið alveg ferlega lélegt leikrit, væri orðræða völvunnar mjög skýr og að þetta sé nýmæli og eitthvað áhugavert. Þannig fékk hann inngöngu. Án menntunar hefði hann aldrei orðið þjóðskáld: þannig getur maður þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen,“ segir Annette. Uppgjör tímabært Málefnið er viðkvæmt. Undirritaður getur staðfest þetta enda var fyrsta afspurn hans af Annette Lassen, pískur kennara í skólastofu í Kaupmannahafnarháskóla um hve „róttækar“ skoðanir hún hefði á handritunum. Kennararnir hafa kannski gleymt því um stundarkorn að í nemendahópnum væru Íslendingar. „Hannah Arendt hélt því fram að háskólafólk væri hrætt. Háskólamenn í Danmörku voru upp til hópa á móti því að skila handritunum heim, þegar handritamálið stóra var mest til umræðu. Jafnvel það að segja að þau séu þjóðararfur Íslendinga stuðaði sumt fólk. Þetta var og er jafnvel enn viðkvæmt mál,“ segir Annette. Alls vér erum einnar tungu, áletrunin sem prýðir suðurhlið Eddu, er úr Fyrstu málfræðiritgerðinni. Hún er varðveitt í Ormsbók sem er ekki geymd í Eddu, heldur í Kaupmannahöfn.Árnastofnun Ljóst er að handritin eru henni hjartans mál. En þegar hluti handritasafnsins var sendur til Íslands, þá var sú ákvörðun tekin af þjóðþinginu og ekki af háskólamönnum. „Kannski mættu Danir læra meira af sögu sinni og sambandi sínu við aðrar þjóðir. Á þetta mætti leggja meiri áherslu í skólum. Við erum hálfíslensk fjölskylda og systurdóttir mín kom hingað í heimsókn í fyrra. Hún vissi ekki um sögu Íslands og Danmerkur. Hún er að læra lögfræði,“ segir Annette. Enn eru um 700 handrit á Árnasafni og kannski önnur þúsund í Konungsbókhlöðunni og þeim sinnir Annette Lassen og kollegar hennar á Árnasafni af alúð og natni. Íslendingum hefur tekist að endurheimta 1666 handrit frá árinu 1971 þegar stærstu fjársjóðum íslenskra miðalda, Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða, var skilað. Hvort Annette elti þau einhvern daginn endanlega heim til Íslands er á borði stjórnmálamanna, ekki fræðimanna. „Það eru forréttindi og ekki neitt sjálfsagt, siðferðilega séð, að mega geyma menningararf annarra þjóða,“ segir Annette Lassen prófessor á Árnasafni.
Íslensk fræði Íslensk tunga Danmörk Háskólar Handritasafn Árna Magnússonar Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira