Fótbolti

Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik gegn Finnlandi á EM í sumar.
Sveindís Jane Jónsdóttir í leik gegn Finnlandi á EM í sumar. vísir/anton

Sveindís Jane Jónsdóttir lék allan leikinn fyrir Angel City sem gerði markalaust jafntefli við botnlið Utah Royals í bandarísku NWSL-deildinni í fótbolta.

Illa hefur gengið hjá Englunum að undanförnu en þeir eru án sigurs í síðustu átta leikjum. Liðið er í 11. sæti deildarinnar með sautján stig eftir sextán leiki.

Sveindís lagði upp jöfnunarmark Angel City gegn San Diego Waves í síðustu umferð. NWSL-deildin valdi sendingu íslensku landsliðskonunnar sem stoðsendingu vikunnar.

Sveindís byrjaði að spila með Angel City eftir EM í Sviss. Hún gekk í raðir liðsins frá Wolfsburg í Þýskalandi. Sveindís varð þýskur meistari með Wolfsburg 2022 og bikarmeistari 2023 og 2024.

Næsti leikur Angel City er gegn Orlando Pride á föstudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×