„Það bjó enginn í húsinu“ Agnar Már Másson skrifar 17. ágúst 2025 16:37 Mikill eldur kom upp í hesthúsi. Sveinn Heiðar Enginn býr í hesthúsinu sem brann í Hafnarfirði um helgina að sögn hestamanns sem leigir húsið undir hrossin sín. Dæmi hafi þó komið upp um að fólk dvelji í hesthúsum á svæðinu. Hestarnir hans voru blessunarlega ekki inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en hann er miður sín yfir tjóninu enda hafi margir munir „fuðrað upp“ í brunanum. „Það bjó enginn í húsinu,“ segir Aron Bjarni Stefánsson, 36 ára reiðmaður sem leigir hesthús númer 314 í Hlíðarþúfum, sem brann í fyrrinótt en hann kveðst hafa leigt húsið undir hrossin sín. Greint var frá því í gærmorgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Fram kom á Vísi í gær að fólk hefði búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greindi frá því í samtali við fréttastofu og sagði að félagið og aðrir hefðu talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Ömurlegt“ Aron Bjarni segir að sér hafi brugðið þegar hann vaknaði í gærmorgun og sá að hesthúsið og allt þar inni hafi brunnið. Hestarnir hafi blessunarlega ekki verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en allt hestar. Mikið tjón hafi orðið á eignum Arons. „Allur hestabúnaður, hnakkar, beisli, hestadót og föt og annað sem eyðilagðist þarna, það fuðraði bara upp.“ Spurður hvort hann kannist við það að fólk hafi búið í hesthúsunum segist hann ekki geta fullyrt um neitt en hann hafi heyrt af því að áður hafi fólk búið í húsum á svæðinu. „Sumir hafa nú bara lagt sig og sofið í húsinu enda er það ekki ólöglegt að vera inni í sinni eigin eign,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega bara rosalegt tjón, fyrir mann sem vinnur við þetta, að missa þennan búnað,“ segir Aron, sem segist ekki vita hver eldsupptökin hafi verið. Lögregla annast rannsókn málsins. Hesthús almenn séð atvinnuhúsnæði Sveinn Heiðar hjá Sörla sagði í gær að síðustu hefði fólk hreiðrað um sig í einhverjum hesthúsum á svæðinu. Sagði hann Hestamannfélag Sörla munu koma saman í vikunni og senda erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sörli á rúmlega hundrað hesthús á svæðinu en fram kemur í lögum félagsins að notkun húsa í hverfinu fyrir eithvað annað en hestahald, hey, félagsaðstöðu og annað sem hestamennsku viðkemur, sé ekki heimil. Hesthúsasvæði eru almennt talin vera atvinnu- eða frístundasvæði, ekki íbúðarsvæði, og því er ekki heimilt að skrá lögheimili þar eða hafa fasta búsetu nema húsnæðið sé skráð sem íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Hafnarfjarðarbæ fundu sig knúin árið 2014 til að benda eigendum á að búseta á hesthúsasvæði sé ólögleg þegar upp kom tilvik um meinta búsetu á svæðinu. Árið 2023 brann iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut til kaldra kola og kom í ljós í framhaldi af brunanum að hið minnsta tólf manns hefðu fasta en óskráða búsetu í húsnæðinu. Slökkvilið Húsnæðismál Hestar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12 „Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
„Það bjó enginn í húsinu,“ segir Aron Bjarni Stefánsson, 36 ára reiðmaður sem leigir hesthús númer 314 í Hlíðarþúfum, sem brann í fyrrinótt en hann kveðst hafa leigt húsið undir hrossin sín. Greint var frá því í gærmorgun að mikill eldur hefði verið þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang, en vel hefði gengið að ráða niðurlögum hans. Fram kom á Vísi í gær að fólk hefði búið í hesthúsum í Hafnarfirði þar sem eldur kom upp í nótt. Sveinn Heiðar Jóhannesson, varaformaður stjórnar Hestamannafélagsins Sörla, greindi frá því í samtali við fréttastofu og sagði að félagið og aðrir hefðu talað um það fyrir daufum eyrum Hafnarfjarðarbæjar. „Ömurlegt“ Aron Bjarni segir að sér hafi brugðið þegar hann vaknaði í gærmorgun og sá að hesthúsið og allt þar inni hafi brunnið. Hestarnir hafi blessunarlega ekki verið inni í húsinu þegar eldurinn kom upp en allt hestar. Mikið tjón hafi orðið á eignum Arons. „Allur hestabúnaður, hnakkar, beisli, hestadót og föt og annað sem eyðilagðist þarna, það fuðraði bara upp.“ Spurður hvort hann kannist við það að fólk hafi búið í hesthúsunum segist hann ekki geta fullyrt um neitt en hann hafi heyrt af því að áður hafi fólk búið í húsum á svæðinu. „Sumir hafa nú bara lagt sig og sofið í húsinu enda er það ekki ólöglegt að vera inni í sinni eigin eign,“ segir hann. „Þetta er náttúrulega bara rosalegt tjón, fyrir mann sem vinnur við þetta, að missa þennan búnað,“ segir Aron, sem segist ekki vita hver eldsupptökin hafi verið. Lögregla annast rannsókn málsins. Hesthús almenn séð atvinnuhúsnæði Sveinn Heiðar hjá Sörla sagði í gær að síðustu hefði fólk hreiðrað um sig í einhverjum hesthúsum á svæðinu. Sagði hann Hestamannfélag Sörla munu koma saman í vikunni og senda erindi á Hafnarfjarðarbæ og byggingarfulltrúann þar. Hann tekur fram að hestamannafélagið hafi engin völd til að taka ákvarðanir um hverjir séu í hesthúsunum. Sörli á rúmlega hundrað hesthús á svæðinu en fram kemur í lögum félagsins að notkun húsa í hverfinu fyrir eithvað annað en hestahald, hey, félagsaðstöðu og annað sem hestamennsku viðkemur, sé ekki heimil. Hesthúsasvæði eru almennt talin vera atvinnu- eða frístundasvæði, ekki íbúðarsvæði, og því er ekki heimilt að skrá lögheimili þar eða hafa fasta búsetu nema húsnæðið sé skráð sem íbúðarhúsnæði. Stjórnvöld í Hafnarfjarðarbæ fundu sig knúin árið 2014 til að benda eigendum á að búseta á hesthúsasvæði sé ólögleg þegar upp kom tilvik um meinta búsetu á svæðinu. Árið 2023 brann iðnaðarhúsnæði við Hvaleyrarbraut til kaldra kola og kom í ljós í framhaldi af brunanum að hið minnsta tólf manns hefðu fasta en óskráða búsetu í húsnæðinu.
Slökkvilið Húsnæðismál Hestar Hafnarfjörður Tengdar fréttir Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01 Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12 „Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17 Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Leigusalar verði að átta sig á ábyrgðinni Slökkviliðsstjóri segir leigusala verða að átta sig á ábyrgð sinni þegar kemur að brunavörnum. Húsið við Stangarhyl í Árbæ, þar sem eldur kom upp í morgun, var ekki samþykkt íbúðarhúsnæði. Einn liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi vegna brunans 26. nóvember 2023 20:01
Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Það illa falið leyndarmál að margir kjósa að búa í húsum sem kallast ýmist heilsárshús, frístundahús eða einfaldlega sumarbústaðir. 26. nóvember 2024 11:12
„Algjörlega óþolandi og siðlaust ástand“ Formaður Eflingar segir það svartan blett á samfélaginu að láglaunafólk þurfi að búa í iðnaðarhúsnæði, eins og því sem varð eldi að bráð við Hvaleyrarbraut í gær. Lítið hafi breyst síðan þrjú létu lífið við Bræðraborgarstíg fyrir þremur árum. 21. ágúst 2023 22:17