Lífið

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins á lausu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Unnur Birna er rísandi stjarna í íslensku leiklistarsenunni.
Unnur Birna er rísandi stjarna í íslensku leiklistarsenunni. Vísir/Vilhelm

Leikkonan Unnur Birna Backman er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr sambandi hennar og leikarans Pálma Kormáks Baltasarssonar eftir nokkurra ára samband. Þau bjuggu um tíma saman í Hollandi þar sem Pálmi var í myndlistarnámi.

Unnur er rísandi stjarna í íslensku leiklistarsenunni. Hún útskrifaðist sem leikkona frá Listaháskóla Íslands árið 2022. Síðan þá hefur hún tekið þátt í ýmsum sjónvarpsverkefnum. Sem dæmi fór hún með hlutverk í þáttunum Aftureldingu, Skvíz og Svörtu Söndum II en hún hefur einnig lesið fjölda hljóðbóka ásamt því að hafa talsett teiknimyndina Rayu og síðasta drekann.

Þá fer Unnur með eitt af aðalhlutverkum í þáttaröðinni Reykjavík Fusion í leikstjórn Samúels Bjarka Péturssonar og Gunnars Páls Ólafssonar sem verður frumsýnd hjá Sjónvarpi Símans í haust.

Unnur á ekki langt að sækja listahæfileikana en hún er dóttir Eddu Heiðrúnar Backman heitinnar og Jóns Axels Björnssonar myndlistarmanns og er alin upp í kringum mikla list.

Pálmi Kormákur er sonur leikstjórans Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur athafnakonu. Hann lék eftirminnilega hlutverk Kristófers yngri í kvikmyndinni Snertingu sem byggir á samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.