„Það er hetja á Múlaborg“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2025 20:45 Ingimar Elíasson er foreldri á leikskólanum Múlaborg. Hann er sleginn vegna kynferðisafbrotamáls sem kom upp þar. Hann biðlar til fjölmiðla og borgarinnar að vanda upplýsingagjöf í málinu. Vísir Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar. Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum. Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Leikskólastarfsmaðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni á leikskólanum Múlaborg var um tíma undir sérstöku eftirliti í skólanum vegna hegðunar sinnar samkvæmt heimildum fréttastofu. Lögregla fékk ábendingar um það eftir að maðurinn var handtekinn og er það mál nú líka til rannsóknar samkvæmt upplýsingum fréttastofu ásamt fleiri ábendingum. Lögregla hefur gert húsleit hjá manninum og lagt hald á tölvur og síma. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur ekkert grunsamlegt fundist enn sem komið er en slík rannsókn taki tíma. Hugurinn hjá hetjunum í málinu Ingimar Elíasson foreldri á leikskólanum er sleginn vegna málsins. „Manni er eðlilega mjög brugðið. Maður er hræddur og hefur áhyggjur af sínu eigin barni,“ segir Ingimar sem segir hug sinn hjá barninu sem um ræðir í málinu. „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá. Hún er ekki eina hetjan í þessu máli heldur líka foreldrar hennar sem hlustuðu og brugðust við,“ segir Ingimar. Gagnrýnir borgina og fjölmiðla Leikskólastarfsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn á þriðjudag og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Ingimar segist hafa séð fjölmiðlum á föstudag að starfsmaðurinn væri grunaður um kynferðisbrot. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir of litlar upplýsingar í byrjun málsins og seinagang sem hafi valdið óöryggi. „Það var sjokk að opna fjölmiðla á föstudag og sjá rosalegar umfjallanir um meintan kynferðisglæpamann á leikskóla sem barnið mitt er á, grunaðan um kynferðisglæp gegn barni þar. Þetta er eitthvað sem borgin hefði átt að vera búin að segja foreldrum á þessum tímapunkti en hafði ekki gert. Fjölmiðlar líka bera mikla ábyrgð og þurfa að vanda sig. Þá þurfa yfirvöld og lögregla að upplýsa foreldra nægjanlega og í tíma,“ segir hann. Hefði viljað sjá borgarfulltrúa sýna málinu áhuga Borgaryfirvöld og barnaverndaryfirvöld hittu foreldra Múlaborgar á fundi vegna málsins í gær. Ingimar hefði viljað sjá kjörna fulltrúa á þar. „Ég hefði viljað sjá borgarstjóra taka á móti okkur þegar við komum í Borgartún eða einhverja borgarfulltrúa. Við þurfum að sjá að verið sé að taka þetta mál föstum tökum,“ segir hann. Ingimar telur málið í heild sýna að gjörbylta þurfi stefnu borgarinnar í leikskólamálum. „Það vantar fólk, það vantar stefnu og það vantar leikskólapláss. Þetta mál er blaut tuska í andlitið á Reykjavíkurborg í þessum málaflokk,“ segir Ingimar að lokum.
Leikskólar Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Grunaður um kynferðisbrot á Múlaborg Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira