Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:05 Camilla Herrem er ein af goðsögnum norska landsliðsins í handbolta sem varla fór á stórmót án þess að vinna verðlaun. Samsett/TV2/EPA Ein af aðalstjörnunum úr sigursælu landsliði Noregs í handbolta, Camilla Herrem, greindist með brjóstakrabbamein í sumar. Hún hefur verið í stífri lyfjameðferð en samt getað æft handbolta og ætlar að spila áfram með liði sínu í vetur. Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu. Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira
Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu.
Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Sjá meira