Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 10:00 Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Samgöngur Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þann 17. ágúst var stigið stórt framfaraskref í átt að góðu öflugu strætisvagnakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Tíðni vagna jókst sem vonandi ýtir undir þá upplifun margra að strætisvagnar sé álitlegur kostur til að koma sér á milli staða. Í samtali mínu við gervigreindina komumst við að því að í viðbót við tíðni og stundvísi þá séu nokkur fleiri einkenni sem strætisvagnakerfi þarf að uppfylla til að vera eftirsóknarvert. Meðal annars skýrt, þétt og gott leiðarkerfi; hófleg og sanngjörn fargjöld; aðgengismál séu til fyrirmyndar fyrir alla notendur, þar með talið aðgengi að upplýsingum; og ekki síst að notkun strætisvagna sé þægilegur ferðamáti. Strætó hefur bætt margt í strætisvagnakerfi höfuðborgarsvæðisins á undanförnum árum. Notendur geta sem dæmi fylgst með upplýsingum um ferðir í rauntíma og geta þannig lágmarkað þann tíma sem það býður eftir vagni þegar veður er slæmt. Á einu sviði hefur þjónustan hins vegar versnað. Þægindi farþegar í akstri er minni en áður. Oftast ek ég eða hjóla í vinnu. Nokkrum sinnum á ári nota ég strætisvagna og verð oftar en ekki fyrir vonbrigðum. Hluti bílstjóra keyrir það illa að fólk þarf að hafa sig allt við að halda sér í sætunum. Vagninn hökktir áfram, hemlar skart, jafnvel nauðhemlar við það eitt að ökumaður á næsta bíl hægir örlítið á sér. Ég velti stundum fyrir mér hvort það sé markmið hjá hluta vagnstjóra að hafa aldrei minna en 2 metra í næsta ökutæki fyrir framan. Ég veit að stór hluti vagnstjóra eru frábærir ökumenn og -konur sem ástunda góðakstur á hverjum degi þannig að unun er að sitja með þeim í vagni. Hins vegar virðist ég vera óheppinn með eindæmum því í annað hvert skipti sem ég slysast í strætisvagn þá líður mér illa. Ég sé nánast eftir að hafa ekki tekið sjóveiktöflu tímanlega fyrir brottför. Ég vona að byggðasamlagið Strætó finni leið til að hvetja alla ökumenn sína til að ástunda góðakstur. Byggðasamlagið gæti mögulega notað Arctic Track ökuritann sem Hlynur Rúnarsson kynnti í Bítinu árið 2017. Sjálfsagt eru fleiri kerfi nothæf til að auka áherslu á góðakstur. Betri akstur leiðir til betri upplifunar farþega, minni orkunotkunar og minna slits á vögnunum, allt ákjósanlegt fyrir rekstur Strætó. Þegar aksturlagið verður ásættanlegt, er von að ég og enn fleiri hoppi á vagninn og nýti sér tíðar ferðir strætisvagna. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar