Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar 19. ágúst 2025 12:00 Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Söfn Gunnar Salvarsson Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Fyrst þegar ég heyrði af Fágætissafninu í Vestmannaeyjum hugsaði ég með mér að þar kynnu að leynast merkisgripir á borð við ljóðahandrit Ása úr Bæ, nótur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar eða frumútgáfur af fyrstu hljóðritun hljómsveitarinnar Loga. En það var annars konar fortíð og enn markverðari gripir sem tóku á móti mér í stuttri heimsókn á dögunum. Það eru ekki mörg söfn á Íslandi sem fá gesti til að staldra við strax í dyrunum og anda aðeins dýpra. Fágætissafnið í Safnahúsinu, vestan við Ráðhúsið í Vestmannaeyjum, er slíkur staður. Þar ríkir andrúmsloft sem minnir á helgidóm – safn sem sameinar íslenskan þjóðararf, listasögu og menningararf Vestmannaeyja með þeim hætti að aðkomumaður finnur strax að hér er ekkert tilviljunum háð. Á efstu hæð hússins er Byggðasafnið með margvíslegum útfærslum á sögu Eyjamanna. Á jarðhæð er Bókasafnið og í kjallaranum er Fágætissafnið. Í stafni stendur Kári Bjarnason, forstöðumaður Bókasafns Vestmannaeyja frá árinu 2007. Kári er magister í íslenskum fræðum og með B.A. í heimspeki – en það sem stendur ekki á prófskírteinum er einstök einlægni hans og virðing fyrir efninu sem hann vinnur með. Hann er ekki aðeins safnvörður heldur fræðari, sögumaður og varðmaður minninganna. Fingur hans snerta af varfærni blaðsíður margra alda gamalla bóka, og málfar hans er stundum eilítið fornt líkt og gripirnir sem hann sýnir. Hann er sjálfur orðinn hluti af fágætum Eyjanna. Safnið var formlega opnað 18. maí síðastliðinn í glæsilegum nýjum sýningarsal á neðri hæð Safnahússins. Uppsetningin, verk Sigrúnar Örnu Gunnarsdóttur, er sjálf til sýnis – allt frá rakastýringu til lýsingar og skápa, útfært af nákvæmni og smekk. Kjarninn í safninu er ómetanleg bókagjöf Ágústs Einarssonar, fyrrverandi prófessors og rektors, sem gaf um 1.500 sjaldgæfar bækur í minningu föður síns, Einars Sigurðssonar útgerðarmanns. Þar á meðal eru allar íslenskar útgáfur Biblíunnar, allt frá Guðbrandsbiblíu 1584 til nýjustu útgáfna. En bókakosturinn er aðeins hluti sögunnar. Á veggjum hangir eitt stærsta safn verka Jóhannesar Kjarvals. Flest verkin, 37 talsins, komu úr fórum Sigfúsar M. Johnsen, fyrrum bæjarfógeta, og hafa ekki áður verið aðgengileg almenningi. Að frumkvæði Þorsteins Þ. Víglundssonar, fyrrverandi skólastjóra, heiðursborgara Vestmannaeyja og hvatamanns að stofnun Byggðasafnsins, ákvað Sigfús að gefa dýrgripi Kjarvals til bæjarins. Í svonefndu átthagarými prýða nokkur málverk Júlíönu Sveinsdóttur veggi. Þar eru einnig varðveitt um tvö þúsund rit og blöð um Eyjarnar, að mestu safnað af Þorsteini sjálfum. Að auki eru þar fágæt Íslandskort, allt frá 16. öld, sem nú má sjá í frumútgáfum. Fágætissafnið er ekki einungis varðveisla fortíðar – það er lifandi vitnisburður um menningarlega sjálfsmynd Eyjanna og þeirra sem hafa lagt sig fram við að varðveita hana. Þegar gengið er aftur út í sjávarloftið, með sögur safna- og sagnameistarans Kára í fersku minni, er líkt og maður hafi siglt í gegnum tíma. Augun eru enn föst við undurfögur málverk Kjarvals og gullbrúnar blaðsíður Guðbrandsbiblíunnar. Og líkast til hugsa margir það sama eftir heimsóknina: að safnið sjálft – og maðurinn sem heldur utan um það – séu fágætir dýrgripir í menningarflóru Íslands. Höfundur er fyrrverandi fréttamaður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun