Ein frægasta íþróttakona Úkraínu dæmd í fjögurra ára bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2025 17:30 Maryna Bekh-Romanchuk fagnar Evrópumeistaratitli sínum með fána Úkraínu. EPA/CHRISTIAN BRUNA HIn úkraínska Maryna Bekh-Romanchuk má ekki keppa í íþrótt sinni eða öðrum íþróttum næstu fjögur árin eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Lyfjaeftirlit frjálsra íþrótta, Athletics Integrity Unit, sendi frá sér fréttatilkynningu um að hin þrítuga Bekh-Romanchuk sé nú komin í fjögurra ára bann. Bannið nær frá 13. maí á þessu ári til 12. maí 2029 eða vel fram yfir næstu Ólympíuleika. Maryna Bekh-Romanchuk 🇺🇦 has been banned for 4 years by the AIU for presence/use of testosterone!The 29-year-old is a multiple World medallist in the Long Jump and Triple Jump, where she has Personal Bests of 6.96m and 15.02m, respectively.• Out-of-competition urine test… pic.twitter.com/4I8jLS9lCG— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 19, 2025 Testósterón fannst í sýni Bekh-Romanchuk í lyfjaprófi sem var tekið 7. desember síðastliðinn. Það var tekið utan keppni. Bekh-Romanchuk er ein frægasta íþróttakona Úkraínu en hún hefur ekki keppt síðan í ágúst á síðasta ári. Stuttu áður en bann hennar var staðfest gaf hún út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera komin í leyfi og sagði að von væri á dómi sem hún væri ósátt við. Hún lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist aldrei hafa notað ólögleg lyf. Bekh-Romantschuk varð í ellefta sæti í þrístökki kvenna á Ólympíuleikunum í París 2024. Hún á silfur í bæði þrístökki og langstökki á heimsmeistaramóti utanhúss. Hún hefur einnig unnið silfur í þrístökki á HM innanhúss. Bekh-Romantschuk varð líka Evrópumeistari þrístökki utanhúss 2022 og í þrístökki innanhúss 2021. Hún var þjóðhetja eftir sigur sinn á EM í München í ágúst 2022 en þá voru bara nokkrir mánuðir liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu. The AIU has banned Maryna Bekh-Romanchuk (Ukraine) for 4 years from 13 May 2025 for Presence/Use of a Prohibited Substance (Testosterone). DQ results from 7 December 2024Details here: https://t.co/ZKv7jeHRwZ pic.twitter.com/tXxtbCBYR0— Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 19, 2025 Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira
Lyfjaeftirlit frjálsra íþrótta, Athletics Integrity Unit, sendi frá sér fréttatilkynningu um að hin þrítuga Bekh-Romanchuk sé nú komin í fjögurra ára bann. Bannið nær frá 13. maí á þessu ári til 12. maí 2029 eða vel fram yfir næstu Ólympíuleika. Maryna Bekh-Romanchuk 🇺🇦 has been banned for 4 years by the AIU for presence/use of testosterone!The 29-year-old is a multiple World medallist in the Long Jump and Triple Jump, where she has Personal Bests of 6.96m and 15.02m, respectively.• Out-of-competition urine test… pic.twitter.com/4I8jLS9lCG— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 19, 2025 Testósterón fannst í sýni Bekh-Romanchuk í lyfjaprófi sem var tekið 7. desember síðastliðinn. Það var tekið utan keppni. Bekh-Romanchuk er ein frægasta íþróttakona Úkraínu en hún hefur ekki keppt síðan í ágúst á síðasta ári. Stuttu áður en bann hennar var staðfest gaf hún út yfirlýsingu á samfélagsmiðlum þar sem hún sagðist vera komin í leyfi og sagði að von væri á dómi sem hún væri ósátt við. Hún lýsti yfir sakleysi sínu og sagðist aldrei hafa notað ólögleg lyf. Bekh-Romantschuk varð í ellefta sæti í þrístökki kvenna á Ólympíuleikunum í París 2024. Hún á silfur í bæði þrístökki og langstökki á heimsmeistaramóti utanhúss. Hún hefur einnig unnið silfur í þrístökki á HM innanhúss. Bekh-Romantschuk varð líka Evrópumeistari þrístökki utanhúss 2022 og í þrístökki innanhúss 2021. Hún var þjóðhetja eftir sigur sinn á EM í München í ágúst 2022 en þá voru bara nokkrir mánuðir liðnir frá innrás Rússa í Úkraínu. The AIU has banned Maryna Bekh-Romanchuk (Ukraine) for 4 years from 13 May 2025 for Presence/Use of a Prohibited Substance (Testosterone). DQ results from 7 December 2024Details here: https://t.co/ZKv7jeHRwZ pic.twitter.com/tXxtbCBYR0— Athletics Integrity Unit (@aiu_athletics) August 19, 2025
Frjálsar íþróttir Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Körfubolti Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Fótbolti Fleiri fréttir Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjá meira