Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 19:25 Hér má sjá vettvang hraðbankaránsins. Vísir/Anton Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“ Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
„Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31