Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Lovísa Arnardóttir skrifar 20. ágúst 2025 11:01 Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrir rannsókn lögreglu á þjófnaðinum. Sýn Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar aðfaranótt mánudags. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 en þjófarnir notuðu gröfu sem þeir stálu af framkvæmdasvæði í Blikastaðalandi til að stela hraðbankanum. Grafan fannst skammt frá. Ekki eru til upptökur af þjófnaðinum sjálfum en til eru einhverjar upptökur af þjófunum aka gröfunni í gegnum bæinn á leið sinni í Þverholt. Húsleit með sérsveit Lögregla framkvæmdi í gær, með aðstoð sérsveitar, tvær húsleitir í tengslum við rannsókn sína á málinu. Önnur var á heimili Stefáns Blackburn. Stefán er einn fimm sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða og var ákærður fyrir manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu og er því í gæsluvarðhaldi og var ekki heima þegar húsleitin fór fram. Stefáni er í málinu gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hjördís sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að engar vísbendingar væru um tengsl í þessum tveimur málum. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa fengið fjölda ábendinga og vinni að því að fara í gegnum myndefni sem þeim hefur borist af þjófunum við verknaðinn. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa ákveðna einstaklinga grunaða en enginn hefur enn verið handtekinn. Mosfellsbær Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28 Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34 Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar aðfaranótt mánudags. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 en þjófarnir notuðu gröfu sem þeir stálu af framkvæmdasvæði í Blikastaðalandi til að stela hraðbankanum. Grafan fannst skammt frá. Ekki eru til upptökur af þjófnaðinum sjálfum en til eru einhverjar upptökur af þjófunum aka gröfunni í gegnum bæinn á leið sinni í Þverholt. Húsleit með sérsveit Lögregla framkvæmdi í gær, með aðstoð sérsveitar, tvær húsleitir í tengslum við rannsókn sína á málinu. Önnur var á heimili Stefáns Blackburn. Stefán er einn fimm sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða og var ákærður fyrir manndráp, fjárkúgun og frelsissviptingu og er því í gæsluvarðhaldi og var ekki heima þegar húsleitin fór fram. Stefáni er í málinu gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Hjördís sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að engar vísbendingar væru um tengsl í þessum tveimur málum. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa fengið fjölda ábendinga og vinni að því að fara í gegnum myndefni sem þeim hefur borist af þjófunum við verknaðinn. Hún sagði jafnframt lögreglu hafa ákveðna einstaklinga grunaða en enginn hefur enn verið handtekinn.
Mosfellsbær Lögreglumál Manndráp í Gufunesi Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28 Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34 Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. 19. ágúst 2025 14:28
Afstaða Rússlands til vopnahlés, skoðun á aðstæðum í Múlaborg og hraðbankarán Í hádegisfréttum verður rætt við sérfræðing í alþjóðamálum sem leggur mat á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja í gær. Allt strandi á afstöðu Rússlands. 19. ágúst 2025 11:34
Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. 19. ágúst 2025 15:21