Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Bjarki Sigurðsson skrifar 20. ágúst 2025 18:05 Arnar Gauti Arnarsson er einn af eigendum Happy Hydrate. Vísir Íslenska steinefnadrykkjafyrirtækið Happy Hydrate hefur hafið sölu á orkudrykkjum. Skammt er síðan stjórnarmaður í Ölgerðinni rakkaði drykkinn niður á samfélagsmiðlum, en fyrirtækin eru í virkri samkeppni. Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn. Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Fyrr í sumar fjallaði DV um færslur á Instagram frá Gerði Arinbjarnardóttur, oftast kennda við verslun sína Blush, þar sem hún fjallaði um vörur Happy Hydrate á neikvæðan máta. Sagði hún drykki fyrirtækisins „ógeðslega vonda“. Baðst síðar afsökunar „Ég get ekki drukkið það, sorrí mín skoðun. Þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Núna voru þeir að byrja að selja þetta kreatín. Það er meiri viðbjóðurinn. Er fólk bara að drekka þetta og þykjast að þetta sé algjört æði? Það er algjört lágmark að ef þú ætlar að gera eitthvað svona að það sé vottur af góðu bragði af þessu,“ sagði Gerður. Þá sagðist hún frekar drekka Gatorade þegar hana vanti steinefni. Athygli vakti að Gerður er stjórnarmaður í Ölgerðinni sem flytur einmitt inn Gatorade og því í virkri samkeppni við Happy Hydrate. Einkennileg gagnrýni Arnar Gauti Arnarsson, eigandi Happy Hydrate, segir í samtali við fréttastofu að hann sé þakklátur Gerði fyrir umfjöllunina. Hins vegar þyki honum einkennilegt að stjórnarkona samkeppnisaðila rakki þá niður á samfélagsmiðlum. „Við erum stöðugt að þróa vöruna með íslenskum næringarfræðingum og leggjum sérstaka áherslu á gæði innihaldsefna og því eru öll bragðefni náttúruleg, þó það geti stundum haft áhrif á bragðið,“ segir Arnar Gauti. Tímasetningin tilviljun Forsvarsmenn fyrirtækisins gáfu lítið fyrir gagnrýni Gerðar og fóru þess í stað í innrás inn á annan markað Ölgerðarinnar, orkudrykkjamarkaðinn. Fyrirtækið hóf nýlega sölu á Happy Hydrate Energy Xpress. „Orkudrykkjamarkaðurinn hefur vaxið hratt og notið mikilla vinsælda síðustu tíu ár. Við sáum þar spennandi tækifæri til að koma inn með okkar eigin vöru, drykk í stikuformi sem leggur áherslu á heilsu, án óþarfa aukaefna og sem er jafnframt tannvænn,“ segir Arnar Gauti. Hann segir hafa verið leiðinlegt að sjá færslur Gerðar, en hann vilji ekki svara í sömu mynt. Þá er tilviljun að þeir auki samkeppni við Ölgerðina skömmu eftir færslurnar. „Varan hefur verið í þróun í rúmt ár því var tímasetningin ekki skipulögð, en hún er vissulega heppileg. Við erum mjög spennt að heyra hvernig henni finnst nýja epla- og kívíbragðið smakkast,“ segir Arnar Gauti glettinn.
Samkeppnismál Orkudrykkir Ölgerðin Drykkir Mest lesið Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Hátíðin í heild sinni: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Framúrskarandi fyrirtæki Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira