Innlent

Gæslu­varð­hald leið­beinandans fram­lengt

Árni Sæberg skrifar
Maðurinn starfar á leikskólanum Múlaborg.
Maðurinn starfar á leikskólanum Múlaborg. Vísir/Anton Brink

Starfsmaður leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald.

Starfsmaðurinn, sem er karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn þriðjudaginn 13. ágúst grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni og úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag.

Í fréttatilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi nú verið framlengt um eina viku, eða til 27. ágúst, á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Maðurinn hafði starfað á Múlaborg sem leiðbeinandi barna í tvö ár þegar hann var handtekinn. Á mánudag var greint frá því að hann hefði sætt sérstöku eftirliti vegna hegðunar hans í fyrra.


Tengdar fréttir

Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024.

Kanna starfshætti, verklag og aðstæður

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári.

„Það er hetja á Múlaborg“

Faðir barns á leikskólanum Múlaborg er sleginn vegna meints kynferðisbrots gegn barni í skólanum. Hann gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang í upplýsingagjöf og biður fjölmiðla um að vanda sig í umfjöllun um málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu var starfsmaðurinn sem grunaður er um kynferðisbrotið undir sérstöku eftirliti í skólanum á síðasta ári vegna hegðunar sinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×