„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Agnar Már Másson skrifar 20. ágúst 2025 17:30 Saint Paul Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlinginn“ á brautum suðvesturhornsins. Samsett mynd Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega. Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Edeh sást á myndskeiði sem birt var síðasta fimmtudag eiga í hvössum orðaskiptum við tvær mexíkóskar ferðakonur við Bláa lónið. Konurnar töldu leigubílstjórann ofrukka sig. Í myndskeiði sem Friðrik Einarsson, betur þekktur sem rannsóknarleigubílstjórinn Taxý Hönter, birti virtist Edeh skella skotti bíls á höfuð annarrar konunnar þegar hún reyndi að sækja farangur sinn. Edeh hefur verið uppnefndur „Dýrlingurinn“ af kollegum sínum í stéttinni. Ferðamálastjóri sagði við Vísi í síðustu viku að málið væri ekki það fyrsta af sinni tegund, þó að það teldist til frávika. Sjá nánar: Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Fjarlægður af lista yfir leigubílsstjóra Nafn Saint Paul Edeh var í gær tilgreint á vef Samgöngustofu á lista yfir atvinnuleyfishafa í leigubílaakstri. En í dag er nafnið hans ekki lengur á listanum, sem var að því er virðist síðast uppfærður í gær. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þetta vegna þess að hann hefur verið sviptur leyfi. Enn fremur er leigubílafyrirtæki Edeh, Taxi Amen, ekki lengur tilgreint á síðu Samgöngustofu yfir rekstrarleyfishafa. Sá listi var einnig uppfærður í gær. Samskiptastjóri Samgöngustofu, Þórhildur Elín Elínardóttir, sagði að stofnunin tjáði sig ekki um málefni einstaklinga. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra sagði í viðtali við Reykjavík síðdegis í síðustu viku að Samgöngustofa hefði tekið málið til skoðunar. „Enginn sagt mér neitt“ Þegar blaðamaður sló á þráðinn hjá Edeh í dag kvaðst hann ekki vera upplýstur um það hvort hann hefði misst leyfið. „Enginn hefur sagt mér neitt,“ sagði Edeh í samtali við blaðamann en hann stendur staðfastur á því að hann hafi ekki gert neitt rangt í myndbandinu. Edeh neitar því að hafa skellt skottinu á höfuð konunnar og segist aðeins hafa beðið þær um þann pening sem þær munu hafa skuldað honum. Frumvarp fyrsta mál á dagskrá Innviðaráðherra sagðist í viðtali á Sprengisandi um helgina ætla að leggja frumvarp um leigubílamál sem sitt fyrsta mál þegar haustþing hefst í september þar sem hann hyggst aftur setja á stöðvaskyldu, sem var afnumin þegar leigubílalögum var breytt árið 2022. Ráðherrann kveðst vilja gera íslensku að prófmáli leigubílstjóra og segist vera að athuga hvort hann geti gert það. Samkvæmt frumvarpi innviðaráðherra væri Neytendastofu einnig falið eftirlit með því að bílstjórar hefðu gjaldskrá sýnilega.
Leigubílar Samgöngur Ferðaþjónusta Öryggi á ferðamannastöðum Bílar Bláa lónið Mest lesið Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Fleiri fréttir Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“