Fótbolti

Lést að­eins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Razak Omotoyossi fagnar marki í Evrópuleik með Helsingborg sama ár og hann varð markakóngur sænsku deildarinnar.
Razak Omotoyossi fagnar marki í Evrópuleik með Helsingborg sama ár og hann varð markakóngur sænsku deildarinnar. EPA/SEDAT SUNA

Knattspyrnumaðurinn Razak Omotoyossi er látinn eftir að hafa orðið fyrir tveimur áföllum á stuttum tíma. Hann var ekki orðinn fertugur.

Svíar segja frá örlögum Omotoyossi sem var frá Benín en var þekktur í Svíþjóð eftir að hann varð markakóngur sænsku deildarinnar árið 2007.

Þegar fréttir af andláti Omotoyossi kom í ljós að hann hafði átt mjög erfitt að undanförnu. Aftonbladet segir frá.

@Sportbladet

Blaðamaðurinn Shina Oludare ræddi við bróður Omotoyossi og komst að því að hann hafði glímt við þunglyndi og veikindi síðustu ár lífs síns.

Oludare sagði frá því að Omotoyossi hafði líka misst heimili sitt í eldsvoða í júlí og systir hans dó síðan fyrir aðeins tveimur vikum síðar.

Franski blaðamaðurinn Jonathan Vauche greindi einnig frá því að Omotoyossi hafði biðlað til þjóðar sinnar um hjálp eftir að hann missti húsið sitt.

„Hann virkaði mjög þreyttur í myndbandinu þar sem hann bað benínsku þjóðina um hjálp,“ skrifaði Vauche.

Omotoyossi var staddur í Nígeríu þegar hann lést.

Hann spilaði fyrir sænsku félögin Helsingborgs IF (2007–2008), Gais (2010) og Syrianska FC (2011) á ferli sinum. Hann varð markakóngur sænsku deildarinnar með Helsingborg fyrir átján árum síðan. Á ferli sínum spilaði hann einnig í Nígeríu, Egyptalandi, Sádí-Arabíu og Frakklandi.

Hann lék 55 landsleiki fyrir Benín frá 2004 til 2016 og skoraði í þeim 21 mark.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×