Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 08:36 Oblique Seville gegndrepa en ánægður í rigningunni í Lausanne. EPA/LAURENT GILLIERON Frjálsíþróttafólkið á Demantamótinu í Lausanne í gærkvöld þurfti að glíma við nánast ómögulegar aðstæður sökum úrhellis á meðan á keppni stóð. Rigningin hafði gríðarleg áhrif og sjálfsagt mest á keppendur í stökkgreinum. Þannig þurfti á endanum að blása af keppni í stangarstökki kvenna þegar ráin hafði aðeins verið hækkuð einu sinni. Svo heppilega vildi til að stangarstökk karla hafði verið haldið í miðborg Lausanne kvöldið fyrir aðalkeppnina, í mun betri aðstæðum. Langstökkskeppendur áttu einnig í miklum vandræðum enda safnaðist sífellt vatn á brautina og pollar mynduðust við plankann sem þeir stukku af. Einn af hápunktum kvöldsins var 100 metra hlaup karla þar sem Jamaíkumaðurinn Oblique Seville átti frábært hlaup miðað við aðstæður, og kom langfyrstur í mark, á undan bandaríska Ólympíumeistaranum Noah Lyles. Oblique Seville 🇯🇲 clocks 9.87s (-0.3) to win men's 100m at the Lausanne Diamond League!2. Noah Lyles 🇺🇸 10.023. Ackeem Blake 🇯🇲 10.024. Akani Simbine 🇿🇦 10.055. Zharnel Hughes 🇬🇧 10.09pic.twitter.com/bRZ7nelDVv— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 20, 2025 Seville var sá eini sem hljóp undir 10 sekúndum en hann kom í mark á 9,87, eða 15/100 úr sekúndu á undan Lyles. „Við getum staðið okkur jafnvel í fellibyl,“ sagði Seville eftir hlaupið. „Fyrir mér snerist þetta bara um framkvæmdina og að sýna yfirburði mína – losa mig frá hópnum enn á ný,“ sagði Seville. „Ég átti bara skelfilegt viðbragð við byssuskotinu. Líkamlega líður mér frábærlega og er viss um að með hverju hlaupi verð ég betri,“ sagði Lyles en það styttist í sjálft heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum þar sem ljóst er að hart verður barist. Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira
Rigningin hafði gríðarleg áhrif og sjálfsagt mest á keppendur í stökkgreinum. Þannig þurfti á endanum að blása af keppni í stangarstökki kvenna þegar ráin hafði aðeins verið hækkuð einu sinni. Svo heppilega vildi til að stangarstökk karla hafði verið haldið í miðborg Lausanne kvöldið fyrir aðalkeppnina, í mun betri aðstæðum. Langstökkskeppendur áttu einnig í miklum vandræðum enda safnaðist sífellt vatn á brautina og pollar mynduðust við plankann sem þeir stukku af. Einn af hápunktum kvöldsins var 100 metra hlaup karla þar sem Jamaíkumaðurinn Oblique Seville átti frábært hlaup miðað við aðstæður, og kom langfyrstur í mark, á undan bandaríska Ólympíumeistaranum Noah Lyles. Oblique Seville 🇯🇲 clocks 9.87s (-0.3) to win men's 100m at the Lausanne Diamond League!2. Noah Lyles 🇺🇸 10.023. Ackeem Blake 🇯🇲 10.024. Akani Simbine 🇿🇦 10.055. Zharnel Hughes 🇬🇧 10.09pic.twitter.com/bRZ7nelDVv— Track & Field Gazette (@TrackGazette) August 20, 2025 Seville var sá eini sem hljóp undir 10 sekúndum en hann kom í mark á 9,87, eða 15/100 úr sekúndu á undan Lyles. „Við getum staðið okkur jafnvel í fellibyl,“ sagði Seville eftir hlaupið. „Fyrir mér snerist þetta bara um framkvæmdina og að sýna yfirburði mína – losa mig frá hópnum enn á ný,“ sagði Seville. „Ég átti bara skelfilegt viðbragð við byssuskotinu. Líkamlega líður mér frábærlega og er viss um að með hverju hlaupi verð ég betri,“ sagði Lyles en það styttist í sjálft heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum þar sem ljóst er að hart verður barist.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Enski boltinn Fleiri fréttir Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Ætla ekki í stríð: Daníel þarf ekki að óttast breytingar lengur „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Sjá meira