Wirtz strax kominn á hættusvæði Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2025 09:07 Á að halda Florian Wirtz eða selja? Strákarnir í Fantasýn hafa mikla reynslu af fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar og sögðu sína skoðun. Getty/Sýn Þátttakendur í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta hafa um margt að hugsa eftir fyrstu umferðina, til að mynda varðandi nýju Liverpool-stjörnuna Florian Wirtz, og þá er gott að geta leitað til sérfræðinga í þessum skemmtilega leik. Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar. Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Strákarnir í Fantasýn-hlaðvarpinu, þeir Albert Þór Guðmundsson og Sindri Kamban, rýndu í það sem á gekk í fyrstu umferð í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. Þeir hvöttu fólk eindregið til að halda að sér höndum og bregðast ekki of harkalega við eftir fyrstu leikvikuna. Þó eru strax uppi efasemdir um að Wirtz standi undir sínum verðmiða í leiknum sem 8,5 milljóna punda miðjumaður. Hann sló að minnsta kosti ekki í gegn í fyrsta leik, í 4-2 sigrinum gegn Bournemouth: „Hann var mjög vinsæll og ég er með hann í mínu liði. En þetta var fyrsta tilfinningin á þessu tímabili þar sem maður hugsaði: „Æ, hvað var ég að hugsa?“,“ sagði Albert í þættinum. „Hann er á 8,5, ekki með vítin og var ekki að ógna mikið í þessum leik. Mér fannst hann ekki hrikalegur í þessum leik en ég veit um marga aðra, sem horfðu ekki á þetta með mínum Liverpool-gleraugum, sem fannst hann alveg hrikalegur,“ sagði Albert sem ætlar ekki að selja Wirtz, að minnsta kosti ekki strax. „Ég sá einhver gæði þarna sem ég hef trú á. Auðvitað vonar maður að maður sjái eitthvað í honum þegar Liverpool er að borga svona gríðarháa upphæð fyrir leikmann. En hann er leikmaður sem er kominn á hættusvæði hjá mér. Ég gef honum klárlega næsta leik en ef hann sýnir ekki fleiri jákvæð merki þá fer ég að endurskoða stöðuna,“ sagði Albert en hér að neðan má sjá liðið sem hann tefldi fram í fyrstu umferð. View this post on Instagram A post shared by Fantasýn (@fantasynpod) Hægt er að skrá sig í leikinn með því að smella hér og fara þátttakendur sjálfkrafa í Sýn Sport deildina þar sem vinningar verða veittir í hverjum mánuði. Hér má svo finna heimavöll Fantasýn en strákarnir eru líka á Instagram og X og veita þar einnig ráðleggingar.
Enski boltinn Fantasýn Tengdar fréttir „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
„Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Klukkan hálf sex í kvöld rennur fresturinn út til að velja Fantasy lið áður en enski boltinn byrjar. Fantasy er einn vinsælasti leikur landsins með yfir tuttugu þúsund íslenska spilara. Finna má fjölmargar deildir hjá vinahópum, vinnustöðum og fleirum en í ár býður Sýn upp á stærstu og veglegustu deild sem nokkurn tímann hefur sést. 15. ágúst 2025 07:03