„Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. ágúst 2025 10:31 Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason spiluðu lengi saman en eru hættir í handbolta og keppa nú á móti hvorum öðrum í golfi og padel. Frændurnir Geir Guðmundsson og Guðmundur Hólmar Helgason hafa fylgst að nánast allan handboltaferilinn og eru nú báðir búnir að leggja skóna á hilluna. Þeir hafa ekki enn fengið nóg af hvorum öðrum og eru jafnvel meira saman eftir að hafa hætt í handbolta, en hvorugur er góður í golfi. Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu. Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Þeir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil en hafa báðir glímt við mikil meiðsli undanfarið og fannst tími til kominn að hætta í handbolta. Báðir eiga langan, tæplega tveggja áratuga, feril að baki og hafa fylgst að nánast alla tíð. „Það er ekkert sjálfgefið að frændur, þó við séum systkinabörn, séu svona mikið saman. Við erum búnir að vera saman öll þessi ár, utan við fimm, í sama liði. Það er eiginlega magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ segir Guðmundur og báðir glotta við, greinilega ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. Þeir ólust upp saman á Akureyri, fóru þaðan í Val og síðan saman í atvinnumennsku til Frakklands. Leiðir þeirra skildust svo í fimm ár, sem Geir segir hafa verið erfitt. „Hræðileg, óhugsandi að vera ekki með honum í liði. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, að hafa frænda með sér í liði. Ég fagnaði manna mest þegar hann kom í Hauka“ segir Geir léttur í lund. Leiðir frændanna skildust í fimm ár. Guðmundur fór til Austurríkis og síðan í Selfoss þegar hann sneri heim en hitti Geir aftur í Haukum. Vísir/Hulda Margrét Fjölskyldan fylgdi Frændurnir spiluðu hjá Haukum síðustu tvö tímabil og enduðu ferilinn í sameiningu. En þeir tveir hafa ekki bara fylgst að heldur dregið alla fjölskylduna með í handboltann. „Þau mættu á alla leiki, bæði í yngri flokkum og meistaraflokki. Voru dugleg að koma út og komu suður þegar það voru stórir leikir hér. Alltaf þegar við fórum norður þá buðu þau alltaf í mat. Þau eru búin að vera mjög góð og við höfum fengið mikinn stuðning frá þeim“ segir Geir. Geir kastar sér á eftir bolta í leik með Haukum. Vísir/Hulda Margrét „Finnum okkur alltaf eitthvað að gera“ Nú þegar skórnir eru komnir upp á hillu og harpixið hefur verið hreinsað af puttunum eru frændurnir samt ekki komnir með nóg af hvorum öðrum. „Við erum jafn mikið saman, ef ekki meira, eftir að við hættum í handbolta. Finnum okkur alltaf eitthvað að gera, förum í padel og erum miklir golfarar, þó við séum ekkert sérstaklega góðir golfarar“ segir Geir og Guðmundur tekur undir að skortur sé á golfkunnáttu.
Handbolti Haukar Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Sjá meira
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti